Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja að Alþingi fordæmi aðgerðir Trumps gegn múslimum

Þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni, Pír­öt­um og Vinstri græn­um hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Al­þingi for­dæmi um­deilda til­skip­un Banda­ríkja­for­seta sem bein­ist gegn múslim­um.

Vilja að Alþingi fordæmi aðgerðir Trumps gegn múslimum

Þingmenn úr Samfylkingunni, Pírötum og Vinstri grænum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að Alþingi fordæmi aðgerðir Bandaríkjaforseta gegn múslimum. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Viktor Orri Valgarðsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.

Þann 27. janúar síðastliðinn gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun þess efnis að fólki frá sjö ríkjum, Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Lýbíu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma inn í landið. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar er bent á að bannið gildi um flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins.

„Tilskipunin er fordæmalaus og lýsir mannfyrirlitningu, byggist á fordómum og grefur undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt eru viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Þá er hún fremur fallin til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Zeid bin Ra'ad Zeid al-Hussein, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt aðgerðina ólöglega og setta fram af illum hug. Með henni fari að auki fjármunir í vaskinn sem ella gætu nýst í baráttu gegn hryðjuverkum.“

Málið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar nema Framsóknarflokknum mæla fyrir tillögunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár