Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja að Alþingi fordæmi aðgerðir Trumps gegn múslimum

Þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni, Pír­öt­um og Vinstri græn­um hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Al­þingi for­dæmi um­deilda til­skip­un Banda­ríkja­for­seta sem bein­ist gegn múslim­um.

Vilja að Alþingi fordæmi aðgerðir Trumps gegn múslimum

Þingmenn úr Samfylkingunni, Pírötum og Vinstri grænum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að Alþingi fordæmi aðgerðir Bandaríkjaforseta gegn múslimum. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Guðjón S. Brjánsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Viktor Orri Valgarðsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.

Þann 27. janúar síðastliðinn gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun þess efnis að fólki frá sjö ríkjum, Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Lýbíu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma inn í landið. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar er bent á að bannið gildi um flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins.

„Tilskipunin er fordæmalaus og lýsir mannfyrirlitningu, byggist á fordómum og grefur undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt eru viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Þá er hún fremur fallin til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Zeid bin Ra'ad Zeid al-Hussein, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt aðgerðina ólöglega og setta fram af illum hug. Með henni fari að auki fjármunir í vaskinn sem ella gætu nýst í baráttu gegn hryðjuverkum.“

Málið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar nema Framsóknarflokknum mæla fyrir tillögunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár