„Þetta er svipað og ef maður væri einhleypur og fer á stefnumótamarkaðinn: Hvar á maður að kynnast fólki?“ segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem stofnað hefur vettvang fyrir konur til að kynnast nýjum vinum.
„Ég sá í apríl sjónvarpsviðtal við Agnesi, sem hafði auglýst eftir vinkonu á Facebook-síðunni „Góða systir“. Þegar ég horfði á viðtalið þá hugsaði ég með mér að kannski ætti ég að gera eitthvað og datt mér þá strax í hug að stofna Facebook-hóp þar sem konur gætu kynnst. Ég settist við tölvuna og bjó til hóp.“
Guðbjörg hafði sjálf reynslu af því að vanta vini. Guðbjörg á sambýlismann og tvö börn, 13 og 18 ára. Hún er frá Vestmannaeyjum og bjó í rúman áratug í Danmörku þar sem hún lærði grafíska hönnun. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur árið 2004.
Var í sömu stöðu
Guðbjörg segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að stofna hópinn því hún hafi verið …
Athugasemdir