Eftir að Stefán Eiríksson vék úr embætti lögreglustjóra í kjölfar rannsóknar lekamálsins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu hafa umtalsverðar hrókeringar átt sér stað innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal breytinga er að tveir helstu samstarfsmenn Stefáns hafa verið settir til hliðar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa sviptingar undanfarinna mánaða, ekki síst hin umfangsmiklu starfsmannaskipti milli lögregluembætta, valdið ólgu og óánægju innan lögreglunnar. Sjálf er Sigríður Björk undir smásjá Persónuverndar vegna aðkomu sinnar að lekamálinu.
Grein þessi birtist í febrúarútgáfu Stundarinnar og er aðgengileg áskrifendum í heild hér að neðan.
Jón H. B. Snorrason, saksóknari lögreglu, aðstoðarlögreglustjóri, og staðgengill Stefáns, hefur verið fluttur úr aðalstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu og yfir á Rauðarárstíg þar sem starfsmenn ákærusviðs eru til húsa. Þá var Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri fluttur til embættis ríkislögreglustjóra í tímabundin sérverkefni þann 1. október síðastliðinn en Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fyrrum aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum, skipaður aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í …
Athugasemdir