Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“

Ís­lenski lýta­lækn­ir­inn Hann­es Sig­ur­jóns­son fram­kvæmdi fyrstu skurða­að­gerð­ina í Sví­þjóð þar sem kyn­færi konu voru end­urupp­bygð eft­ir umskurð. Vanda­mál­ið er stórt í Sví­þjóð þar sem þús­und­ir kvenna eru umskorn­ar og marg­ar ung­ar stúlk­ur eiga á hættu að lenda í umskurði. Í sum­ar mun Hann­es bjóða upp á að­gerð­ina á Ís­landi.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“
Gerir aðgerðina á Íslandi Hannes var fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu í Svíþjóð. Hann mun bjóða upp á þessa aðgerð á Íslandi í sumar en engar upplýsingar eru til um fjölda umskorinna kvenna á landinu.

„Nokkrar af konunum hafa fengið fullnægingu,“ segir Hannes Sigur­jónsson, íslenskur lýtalæknir búsettur í Stokkhólmi í Svíþjóð, sem varð síðastliðið haust fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu þar í landi. Það sem af er ári hafa Hannes og félagar hans við lýtalækningadeild Karolinska-háskólasjúkrahússins gert sex slíkar aðgerðir og segist hann vita til þess að nokkrar af þeim hafi í kjölfar aðgerðarinnar upplifað fullnægingu í fyrsta skipti á ævinni.
Talið er að um þrjár milljónir stúlkna, flestar á aldrinum 4 til 11 ára, séu umskornar á hverju ári en um er að ræða aldagamla siðvenju í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu, Síerra Leóne, Súdan, Egyptalandi og Kenía meðal annarra. Vegna töluverðs innflutnings fólks frá Afríku til Svíþjóðar á liðnum árum, til að mynda frá Sómalíu, er talið að nú séu um það bil 40 þúsund umskornar konur búsettar í landinu.

Umskurðurinn á sér því stað á stúlkum á barnsaldri og hafa þær konur, sem lenda í slíku ofbeldi, og ákveða að fara í aðgerðina til að láta enduruppbyggja kynfæri sín, lifað með afleiðingum umskurðarins í mörg ár eða jafnvel áratugi. 

Kynbundið ofbeldi

Tilgangur umskurðarins er að koma í veg fyrir að stúlkurnar geti síðar meir upplifað ánægju af kynlífi. Siðvenjan er meira en tvö þúsund ára gömul en er ekki bundin við einhver ein trúarbrögð. Umskurður tíðkast hins vegar hvað helst í samfélögum þar sem feðraveldi er ríkjandi og þar sem kynjajafnrétti er skammt á veg komið. Siðvenjan er því ein af þeim aðferðum sem notaðar eru í viðkomandi samfélögum til að kúga konur og beygja þær undir karlmenn. Umskurður hefur engan líffræðilegan eða praktískan tilgang annan en að beita konuna því kynbundna ofbeldi sem í honum felst og af aðgerðinni leiðir.

Afleiðingarnar af umskurðinum eru hins vegar miklu víðtækari en kynferðislegar, líkt og gildir um annað líkamlegt ofbeldi. Sálrænar afleiðingar þar sem konan upplifir sig sem skaddaða, sársauki og verkir á kynfærasvæðinu, erfiðleikar við þvaglát og blæðingar geta verið hluti af fylgikvillum umskurðarins.

Mismunandi gerðir umskurðar

Árangurinn af aðgerðinni er því miklu fjölbreytilegri en svo að hann sé aðeins kynferðislegur segir Hannes. „Árangurinn af aðgerðinni hingað til hefur verið sá að konunum líður betur; þeim finnst þær hafa endurheimt eitthvað sem var tekið frá þeim: Þær upplifa sig sem heilar.“ Nokkrar mismunandi tegundir umskurðar tíðkast í þeim löndum þar sem þessi grimmilega siðvenja er sem algengust. 

Í umskurði kvenna getur falist að fremsti hluti snípsins er skorinn af og eða skapabarmarnir og í sumum tilfellum er jafnvel saumað fyrir leggangaopið. Þar sem snípurinn er um 7 til 10 sentímetra langur er einungis fremsti hluti hans skorinn af við umskurð en afgangur hans er ennþá til staðar án þess að vera sýnilegur. Með enduruppbyggingunni er byrjað á að gera opnunaraðgerð ef konan hefur verið saumuð saman við umskurðinn. Því næst er örvefur sem eftir umskurðinn lóðar snipinn við lífbeinið tekinn burt. Þar með er hægt að færa lífvænlegan hluta snípsins á sinn upprunalega stað. Í kjölfarið verður fremsti hluti snípsins aftur sýnilegur og þá snertan- og ertanlegur. Ef nægur vefur er til staðar á kynfærasvæðinu er einnig hægt að enduruppbyggja innri skapabarma og snípsforhúðina. Eðli aðgerðarinnar er því mismunandi eftir því hvernig umskurðurinn átti sér stað. 

Hannes lýsir jákvæðum afleiðingum aðgerðarinnar fyrir þær konur, sem aðgerðin hefur verið framkvæmd á, með eftirfarandi hætti:  „Þær konur sem höfðu króníska verki frá örvef og taugavef á kynfærasvæðinu hafa losnað við hann, að einhverju eða öllu leyti. Þær konur sem voru saumaðar saman og áttu erfitt með þvaglát og lentu í erfiðleikum þegar þær höfðu tíðir hafa losnað við þau vandamál. Flestar hafa upplifað betri kynferðislega tilfinningu í snípnum og í kringum snípinn og nokkrar af konunum sem aldrei höfðu upplifað fullnægingu höfðu gert það nokkrum mánuðum eftir aðgerðina.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár