Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“

Ís­lenski lýta­lækn­ir­inn Hann­es Sig­ur­jóns­son fram­kvæmdi fyrstu skurða­að­gerð­ina í Sví­þjóð þar sem kyn­færi konu voru end­urupp­bygð eft­ir umskurð. Vanda­mál­ið er stórt í Sví­þjóð þar sem þús­und­ir kvenna eru umskorn­ar og marg­ar ung­ar stúlk­ur eiga á hættu að lenda í umskurði. Í sum­ar mun Hann­es bjóða upp á að­gerð­ina á Ís­landi.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“
Gerir aðgerðina á Íslandi Hannes var fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu í Svíþjóð. Hann mun bjóða upp á þessa aðgerð á Íslandi í sumar en engar upplýsingar eru til um fjölda umskorinna kvenna á landinu.

„Nokkrar af konunum hafa fengið fullnægingu,“ segir Hannes Sigur­jónsson, íslenskur lýtalæknir búsettur í Stokkhólmi í Svíþjóð, sem varð síðastliðið haust fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu þar í landi. Það sem af er ári hafa Hannes og félagar hans við lýtalækningadeild Karolinska-háskólasjúkrahússins gert sex slíkar aðgerðir og segist hann vita til þess að nokkrar af þeim hafi í kjölfar aðgerðarinnar upplifað fullnægingu í fyrsta skipti á ævinni.
Talið er að um þrjár milljónir stúlkna, flestar á aldrinum 4 til 11 ára, séu umskornar á hverju ári en um er að ræða aldagamla siðvenju í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu, Síerra Leóne, Súdan, Egyptalandi og Kenía meðal annarra. Vegna töluverðs innflutnings fólks frá Afríku til Svíþjóðar á liðnum árum, til að mynda frá Sómalíu, er talið að nú séu um það bil 40 þúsund umskornar konur búsettar í landinu.

Umskurðurinn á sér því stað á stúlkum á barnsaldri og hafa þær konur, sem lenda í slíku ofbeldi, og ákveða að fara í aðgerðina til að láta enduruppbyggja kynfæri sín, lifað með afleiðingum umskurðarins í mörg ár eða jafnvel áratugi. 

Kynbundið ofbeldi

Tilgangur umskurðarins er að koma í veg fyrir að stúlkurnar geti síðar meir upplifað ánægju af kynlífi. Siðvenjan er meira en tvö þúsund ára gömul en er ekki bundin við einhver ein trúarbrögð. Umskurður tíðkast hins vegar hvað helst í samfélögum þar sem feðraveldi er ríkjandi og þar sem kynjajafnrétti er skammt á veg komið. Siðvenjan er því ein af þeim aðferðum sem notaðar eru í viðkomandi samfélögum til að kúga konur og beygja þær undir karlmenn. Umskurður hefur engan líffræðilegan eða praktískan tilgang annan en að beita konuna því kynbundna ofbeldi sem í honum felst og af aðgerðinni leiðir.

Afleiðingarnar af umskurðinum eru hins vegar miklu víðtækari en kynferðislegar, líkt og gildir um annað líkamlegt ofbeldi. Sálrænar afleiðingar þar sem konan upplifir sig sem skaddaða, sársauki og verkir á kynfærasvæðinu, erfiðleikar við þvaglát og blæðingar geta verið hluti af fylgikvillum umskurðarins.

Mismunandi gerðir umskurðar

Árangurinn af aðgerðinni er því miklu fjölbreytilegri en svo að hann sé aðeins kynferðislegur segir Hannes. „Árangurinn af aðgerðinni hingað til hefur verið sá að konunum líður betur; þeim finnst þær hafa endurheimt eitthvað sem var tekið frá þeim: Þær upplifa sig sem heilar.“ Nokkrar mismunandi tegundir umskurðar tíðkast í þeim löndum þar sem þessi grimmilega siðvenja er sem algengust. 

Í umskurði kvenna getur falist að fremsti hluti snípsins er skorinn af og eða skapabarmarnir og í sumum tilfellum er jafnvel saumað fyrir leggangaopið. Þar sem snípurinn er um 7 til 10 sentímetra langur er einungis fremsti hluti hans skorinn af við umskurð en afgangur hans er ennþá til staðar án þess að vera sýnilegur. Með enduruppbyggingunni er byrjað á að gera opnunaraðgerð ef konan hefur verið saumuð saman við umskurðinn. Því næst er örvefur sem eftir umskurðinn lóðar snipinn við lífbeinið tekinn burt. Þar með er hægt að færa lífvænlegan hluta snípsins á sinn upprunalega stað. Í kjölfarið verður fremsti hluti snípsins aftur sýnilegur og þá snertan- og ertanlegur. Ef nægur vefur er til staðar á kynfærasvæðinu er einnig hægt að enduruppbyggja innri skapabarma og snípsforhúðina. Eðli aðgerðarinnar er því mismunandi eftir því hvernig umskurðurinn átti sér stað. 

Hannes lýsir jákvæðum afleiðingum aðgerðarinnar fyrir þær konur, sem aðgerðin hefur verið framkvæmd á, með eftirfarandi hætti:  „Þær konur sem höfðu króníska verki frá örvef og taugavef á kynfærasvæðinu hafa losnað við hann, að einhverju eða öllu leyti. Þær konur sem voru saumaðar saman og áttu erfitt með þvaglát og lentu í erfiðleikum þegar þær höfðu tíðir hafa losnað við þau vandamál. Flestar hafa upplifað betri kynferðislega tilfinningu í snípnum og í kringum snípinn og nokkrar af konunum sem aldrei höfðu upplifað fullnægingu höfðu gert það nokkrum mánuðum eftir aðgerðina.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár