„Það er gott að þessum þætti sem snýr að Gísla Frey er lokið,” segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, um sátt sem gerð var í máli flóttamannsins Tony Omos og Gísla Frey Valdórssonar, sem lak persónuupplýsingum um flóttamanninn og Evelyn Glory, barnsmóður hans. þá var einnig lekið upplýsingum um íslenska vinkonu Tonys. Hún hefur einnig fengið bætur.
Stefán Karl vildi ekki upplýsa um það hver væri upphæð bótanna en Tony krafðist fimm milljóna króna úr hendi aðstoðarmannsins fyrrverandi. Heimildir Stundarinnar herma að Evelyn hafi fengið rúmlega 700 þúsund krónur í bætur og Tony Omos hafi fengið upphæð sem er innan við milljón krónur.
Athugasemdir