Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þýska ríkið styrkir WikiLeaks tölvuleik

Tölvu­leik­ur sem bygg­ir á starf­semi Wiki­Leaks sam­tak­anna er vænt­an­leg­ur næsta vor. Ágóð­inn fer í frek­ari starf­semi sam­tak­anna og í stuðn­ing við upp­ljóstr­ara. Ýms­ar fleiri vör­ur eru vænt­an­leg­ar á mark­að.

Þýska ríkið styrkir WikiLeaks tölvuleik
Tölvuleikur í bígerð Ólafur Vignir, framkvæmdarstjóri Just Licensing, og Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, vinna nú að því að koma vörum undir merkjum samtakanna í framleiðslu og sölu. Mynd/Kolbrún Jónsdóttir

Gengið hefur verið frá samningum um gerð tölvuleiks sem byggir á starfsemi WikiLeaks-samtakanna. Bavaria Media, umboðsaðili Just Licensing í Þýskalandi, kom að gerð samningsins við þýska leikjaframleiðandann Tellux. Þróun og markaðssetning leikjarins er að fullu fjármögnuð. Athygli vekur að þýska ríkið styrkir þróun leikjarins auk þess sem það leggur til um 25 prósent af kostnaði á móti Bavaria Media. Ólafur Vignir Sigurvinsson, framkvæmdarstjóri Just Licensing, sem heldur utan um vörumerkin „WikiLeaks“ og „Julian Assange“, staðfestir þetta í samtali við Stundina, en fyrirtækið stefnir á enn frekari landvinninga með vörumerki sín. Leikurinn mun koma út undir merkjum WikiLeaks í vor. 

Þjóðverjar hrifnir

Sögusvið tölvuleikjarins, sem ber vinnuheitið „Leaked“, er í dystópískri framtíð þar sem stórfyrirtæki og ríkisstjórnir fylgjast með hverju rafrænu skrefi þegnanna. Spilarinn er í hlutverki rannsóknarblaðamanns sem hefur undir höndum dulkóðaðan gagnapakka sem gæti bjargað lífi hans en til að afkóða pakkann þarf hann að leysa ýmsar þrautir og gátur. Þá eru útsendarar á vegum ráðandi afla á eftir honum. Ólafur Vignir bendir á að leikurinn verði í anda gátuleikjarins ROOM sem fæst á iphone og android. „Hann verður á þeim platformum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár