Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þýska ríkið styrkir WikiLeaks tölvuleik

Tölvu­leik­ur sem bygg­ir á starf­semi Wiki­Leaks sam­tak­anna er vænt­an­leg­ur næsta vor. Ágóð­inn fer í frek­ari starf­semi sam­tak­anna og í stuðn­ing við upp­ljóstr­ara. Ýms­ar fleiri vör­ur eru vænt­an­leg­ar á mark­að.

Þýska ríkið styrkir WikiLeaks tölvuleik
Tölvuleikur í bígerð Ólafur Vignir, framkvæmdarstjóri Just Licensing, og Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, vinna nú að því að koma vörum undir merkjum samtakanna í framleiðslu og sölu. Mynd/Kolbrún Jónsdóttir

Gengið hefur verið frá samningum um gerð tölvuleiks sem byggir á starfsemi WikiLeaks-samtakanna. Bavaria Media, umboðsaðili Just Licensing í Þýskalandi, kom að gerð samningsins við þýska leikjaframleiðandann Tellux. Þróun og markaðssetning leikjarins er að fullu fjármögnuð. Athygli vekur að þýska ríkið styrkir þróun leikjarins auk þess sem það leggur til um 25 prósent af kostnaði á móti Bavaria Media. Ólafur Vignir Sigurvinsson, framkvæmdarstjóri Just Licensing, sem heldur utan um vörumerkin „WikiLeaks“ og „Julian Assange“, staðfestir þetta í samtali við Stundina, en fyrirtækið stefnir á enn frekari landvinninga með vörumerki sín. Leikurinn mun koma út undir merkjum WikiLeaks í vor. 

Þjóðverjar hrifnir

Sögusvið tölvuleikjarins, sem ber vinnuheitið „Leaked“, er í dystópískri framtíð þar sem stórfyrirtæki og ríkisstjórnir fylgjast með hverju rafrænu skrefi þegnanna. Spilarinn er í hlutverki rannsóknarblaðamanns sem hefur undir höndum dulkóðaðan gagnapakka sem gæti bjargað lífi hans en til að afkóða pakkann þarf hann að leysa ýmsar þrautir og gátur. Þá eru útsendarar á vegum ráðandi afla á eftir honum. Ólafur Vignir bendir á að leikurinn verði í anda gátuleikjarins ROOM sem fæst á iphone og android. „Hann verður á þeim platformum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár