Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þorgrímur Þráinsson gagnrýnir mæður fyrir að vera á Facebook við brjóstagjöf

For­setafram­bjóð­and­inn og rit­höf­und­ur­inn Þor­grím­ur Þrá­ins­son gagn­rýn­ir mæð­ur með ung­börn á brjósti fyr­ir að ein­beita sér að Face­book í stað þess að horfa í augu barns­ins með­an það drekk­ur.

Þorgrímur Þráinsson gagnrýnir mæður fyrir að vera á Facebook við brjóstagjöf
Forsetaframbjóðandi Þorgrímur Þráinsson rithöfundur skrifaði meðal annars bókina Hvernig gerir þú konuna þína hamingjusama?. Mynd: Wikipedia / Kristothorgrims

Þorgrímur Þráinsson, sem hefur boðað framboð til embættis forseta Íslands, gagnrýnir mæður fyrir að horfa ekki í augun á ungbörnum sem þær gefa á brjóst, heldur nota tímann á Facebook í staðinn. Orð hans eru meðal annars gagnrýnd af rithöfundinum Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur á þeim grundvelli að þau lýsi stjórnsemi karlmanns gagnvart konum og að þau ýti undir óréttmætt samviskubit hjá nýbökuðum mæðrum.

Móðirin á Facebook

Þorgrímur setti fram gagnrýnina í þættinum Morgunútgáfunni á Rás 2: „Kona sem er í ungbarnaeftirliti segist vera að upplifa ákveðið tilfinningarof milli móður og barns sem er á brjósti. Vegna þess að móðirin er kannski að nota tímann á Facebook á sama tíma og hún er að gefa á brjóst.“

Þorgrímur útskýrði orð sín nánar í kjölfar þess að útvarpsmaðurinn tók undir með honum með orðunum „já, hugsaðu þér“: „Já, þannig að þessi tilfinningatengsl sem við þekkjum bara, að halda á barni í fanginu, að vera ekki að horfa í augun á því samtímis, það rofnar eitthvað. Ég hef engar rannsóknarniðurstöður á bakvið þetta, en þetta er mér sagt af manneskju sem er í ungbarnaeftirliti.“

Sagður ráðskast með hvert konur horfa

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Þorgrím fyrir að fara yfir strikið með því að „ráðskast með hvert konur horfa á meðan þær sinna brjóstagjöf“.

„Þar sem [Þorgrímur Þráinsson] hefur ekki verið með barn á brjósti sjálfur þarf kannski að minna hann á að mörg börn eru með lokuð augun á meðan á þessu ferli stendur. Varla þurfum við vökustaura á börnin til að tryggja „órofna tengingu“. Þá þurfa hvítvoðungar að fá brjóst á um það bil tveggja tíma fresti fyrsta skeið ævi sinnar. Mæðrum er innrætt að barnið eigi heimtingu á óskiptri athygli þeirra, bæði líkamlega og tilfinningalega. Þetta er erfitt ferli sem útheimtir oft blóð, svita og tár allan sólarhringinn. Mæður þurfa allra síst á því að halda að vera guilt-trippaðar með svona hrútskýringum,“ skrifar Þórdís Elva í gagnrýni sinni á Facebook.

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár