Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ástandið sem skapast hefur á Akranesi vegna áforma HB Granda um að hætta þar bolfisksvinnslu og segja upp allt að 93 manns kalli á lækkun veiðigjalda. Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þingsins nú á þriðja tímanum.
„Mikil hækkun launa, veruleg styrking krónunnar, háir vextir setja fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda víða um land og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni,“ sagði Teitur Björn.„Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi Teit Björn harðlega vegna orða hans og sagði að sér blöskraði málflutningurinn.
Athugasemdir