Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Teitur Björn telur áform HB Granda á Akranesi kalla á lækkun veiðigjalda

HB Grandi ætl­ar að hætta bol­fisks­vinnslu á Akra­nesi og segja upp allt að 93 manns. Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill bregð­ast við ástand­inu með því draga úr íþyngj­andi gjöld­um á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Teitur Björn telur áform HB Granda á Akranesi kalla á lækkun veiðigjalda

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ástandið sem skapast hefur á Akranesi vegna áforma HB Granda um að hætta þar bolfisksvinnslu og segja upp allt að 93 manns kalli á lækkun veiðigjalda. Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þingsins nú á þriðja tímanum.

„Mikil hækkun launa, veruleg styrking krónunnar, háir vextir setja fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda víða um land og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni,“ sagði Teitur Björn.„Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni.“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi Teit Björn harðlega vegna orða hans og sagði að sér blöskraði málflutningurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár