Ferð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, ásamt íslenskri sendinefnd, til New York, á fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur vakið umtal vegna fjölda þeirra sem fundinn sækja en alls fóru tuttugu og fimm manns frá Íslandi.
Á meðal þeirra sem fundinn sækja eru fulltrúar félagasamtaka auk fulltrúa borgarinnar og lögregluyfirvalda. Aðeins tveir karlar eru með í för og greindi vísir.is frá því í gær að þeir væru jafnframt í fylgd maka sinna. Þetta eru þeir Matthías Imsland, aðstoðamaður ráðherra auk þingmanns Framsóknarflokksins, Þorsteins Sæmundssonar.
Athygli vekur að Þorsteinn og eiginkona hans eru eina fólkið innan sendinefndarinnar sem ekki hafa neina beina tengingu við málaflokkinn, en Alþingi sendi enga fulltrúa á sínum vegum. Stundin hafði uppá Þorsteini nú rétt í þessu og kannaði hver kæmi að greiðslu ferðar hans, ef ekki þingið.
Athugasemdir