Björn Geir Leifsson skurðlæknir gagnrýnir fullyrðingar Þorbjargar Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings og næringarþerapista, í myndbandi sem birtist á Vísi fyrir skemmstu.
„Í myndbandinu, sem er dulbúin auglýsing á ýmsum vörum rétt eins og pistillinn, er skýrt gefið í skyn að vörurnar sem hún kynnir geti stuðlað að bættu kynlífi. Þetta eru ýmsar fitur og olíur. En þerapistinn minnist ekkert á hvernig á að nota vörurnar til bóta við kynlífsiðkun. Furðulegt að hún skuli ekki þora að segja frá því að eina leiðin til að fita geti verið kynlífsbætandi er að smyrja þeim á viðeigandi staði neðantil,“ segir Björn Geir meðal annars á Facebook-síðu sinni.
Hann segir „þykjustunæringarfræðinginn“ vera farinn að færa sig upp á skaftið í myndbandinu og að „svona þvaður ætti að varða við lög“.
Athugasemdir