Eftir hörð átök á mótmælafundi íbúa í Seljahverfinu vegna fyrirhugaðs búsetuúrræðis á vegum borgarinnar í Rangárseli fyrir fatlaða hefur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lagt fram fyrirspurn um fíkniefnaneytendur í húsnæði borgarinnar.
Púað á formann velferðarráðs
Á fundinum, sem haldinn var í Seljakirkju á miðvikudagskvöld, var púað á Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs borgarinnar. Um tvö hundruð íbúar sóttu fundinn. Á fundinum gagnrýndi Björk sóknarprestinn fyrir að halda slíkan mótmælafund í kirkjunni, en hún vísaði til þess verið væri að ala á fordómum.
Athugasemdir