Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg snýr sér að fíkniefnaneytendum

Átök um meinta for­dóma vegna íbúa­kjarna í Breið­holti. Áhyggj­ur af fíkni­efna­neyslu með­al fatl­aðra í fyr­ir­hug­uð­um íbúða­kjarna setja nýtt mál á dag­skrá hjá Fram­sókn­ar- og flug­vall­ar­vin­um.

Sveinbjörg snýr sér að fíkniefnaneytendum
Sveinbjörg Birna Oddviti Framsóknar og flugvallarvina vakti mikla athygli þegar hún tók upp baráttu gegn því að bygging mosku yrði leyfð. Nú spyr hún út í fíkniefnaneyslu fólks sem nýtir búsetuúrræði borgarinnar. Mynd: Framsókn og flugvallarvinir / Facebook

Eftir hörð átök á mótmælafundi íbúa í Seljahverfinu vegna fyrirhugaðs búsetuúrræðis á vegum borgarinnar í Rangárseli fyrir fatlaða hefur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, lagt fram fyrirspurn um fíkniefnaneytendur í húsnæði borgarinnar.

Púað á formann velferðarráðs

Á fundinum, sem haldinn var í Seljakirkju á miðvikudagskvöld, var púað á Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs borgarinnar. Um tvö hundruð íbúar sóttu fundinn. Á fundinum gagnrýndi Björk sóknarprestinn fyrir að halda slíkan mótmælafund í kirkjunni, en hún vísaði til þess verið væri að ala á fordómum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár