Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur RÚV sprengja fjárlagaramma

Svört skýrsla. Unn­ið eft­ir röng­um áætl­un­um. Ungt fólk hætt að horfa. Stefn­ir í ta­prekst­ur áfram. RÚV ohf. hef­ur tap­að 813 millj­ón­um frá 2007. Rekst­ur óhag­stæð­ari en hjá 365. Slig­andi skuld­ir

Stjórnendur RÚV sprengja fjárlagaramma
Svart útlit Rekstur RÚV og efnahagur er í ólestur ef marka má nýja skýrslu. Stjórnmendur vinna samkvæmt röngum áætlunum. Mynd: Kristinn Magnússon

Ný skýrsla nefndar Eyþórs Arnalds leiðir í ljós að rekstur RÚV ohf. frá stofnun félagsins árið 2007 hefur ekki verið sjálfbær. Skýrslan er kolsvört og í raun áfellisdómur yfir stjórnendum félagsins fyrr og nú. Hallarekstur hefur verið fjármagnaður með auknum ríkisframlögum. Þá er því lýst í skýrslunni að áætlanir ársins í ár séu miðaðar við hækkun útvarpsgjalds sem ekki hafi orðið að veruleika. Þar stefnir því í óefni. Næsta ár lítur illa út hvað rekstur varðar. Sligandi skuldir eru á félaginu og reksturinn í ólestri ef litið er til áætlana.

Nefndin gerði samanburð á rekstri RÚV og á útvarps- og sjónvarpssviði 365. Það leiddi í ljós að RÚV er rekið með mun meiri tilkostnaði og því óhagstæðari. Þá er því lýst að lögbundið eftirlit með rekstrinum er ekki virkt. 

Samkvæmt skýrslunni er framtíðin hjá RÚV dökk. Mikil breyting í hegðun neytenda hefur orðið til þess að mikill samdráttur er í áhorfi á hefðbundna sjónvarpsdagskrá. Ungt fólk í hópi áhorfenda hefur í mestum mæli yfirgefið RÚV. Nefndin lætur í ljósi það álit að nauðsynlegt sé að endurskoða hlutverk RÚV í ljósi þessarar stöðu. Gera verði nýjan þjónustusamning í samræmi við lög nr. 23/2013 og í honum verði skilgreind sú þjónusta sem RÚV ber að sinna og hvaða fjármunir eigi að koma fyrir þá þjónustu út samningstímann. Með þeim samningi náist að ramma betur inn hlutverk, skyldur og forgangsröðun RÚV.

Skýrsluhöfundar láta í ljósi efasemdir um að ohf. rekstrarformið sé heppilegt fyrir starfsemi RÚV þar sem reynslan sýni að félagið er ekki rekið með takmarkaðri ábyrgð þegar ávallt er gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti af fjárhag félagsins. Þá er bent á það að óhagstæður samningur hefði verið gerður við Vodafone. Stjórnvöld hefðu getað lokið ljósleiðaravæðingu landsins fyrir sömu fjárhæð og Vodafone fékk fyrir samninginn. Þá er sett spurningarmerki við að  RÚV sé á auglýsingamarkaði. Spurt er hvort RÚV sé best til þess fallið að „ná fram markmiðum ríkisins sem snúa að íslenskri menningu, tungu og lýðræðisumræðu”. Loks velta skýrsluhöfundar því upp hvort hægt að fá betri nýtingu á fjárveitingar ríkissjóðs til stofnunarinnar.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár