Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

Neita að segja til um hvort þeir hygg­ist þiggja 33% launa­hækk­un fyr­ir stjórn­ar­setu. „Ég hef ekk­ert um þetta mál að segja. Tal­aðu við Kristján Lofts­son,“ seg­ir stjórn­ar­mað­ur í sam­tali við Stund­ina.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

„Þetta var ákveðið á aðalfundi og hefur ekkert verið rætt af stjórninni,“ segir Þórður Sverrisson stjórnarmaður hjá HB Granda í samtali við Stundina um það hvort hann ætli að þiggja 33,3 prósenta launahækkun fyrir að sitja í stjórn fyrirtækisins. Ákvörðun aðalfundar um að hækka laun stjórnarmanna í miðjum kjaradeilum hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þá hefur stjórn Eflingar- stéttarfélags um HB Granda fordæmt hana. 

„Ákvörðunin lýsir bæði taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni framleiðslu ár eftir ár. Þetta er óboðlegt,“ segir meðal annars í ályktun Eflingar. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins, sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist ekki ætla að þiggja launahækkunina því hún sé ekki í takti við stöðu kjaramála á Íslandi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segist í Morgunblaðinu í dag virða ákvörðun Rannveigar en hann ætli sjálfur að þiggja launahækkunina.

Neituðu að svara

Stundin hafði samband við aðra stjórnarmenn HB Granda og spurði hvort þeir hyggðust þiggja launahækkunina eða fara að fordæmi Rannveigar. Þórður var sá eini sem svaraði fyrirspurn blaðamanns. Aðspurður hvað honum finnist um ákvörðun um að afþakka launahækkunina segir Þórður það vera ákvörðun Rannveigar og ítrekar að stjórnin hafi enn ekki rætt niðurstöðu aðalfundar. Þórður segist vissulega hafa myndað sér skoðun á málinu og þeim hörðu viðbrögðum sem ákvörðun aðalfundar hefur vakið, en vildi hins vegar ekki láta hafa neitt eftir sér í þeim efnum. 

„Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Talaðu við Kristján Loftsson ef þú vilt fá eitthvað. Þú færð ekkert frá mér. Takk fyrir,“ sagði Halldór Teitsson stjórnarmaður hjá HB Granda í símtali við blaðamann Stundarinnar áður en hann skellti á. Ekki gafst því ráðrúm til þess að spyrja hann út í ákvörðun Rannveigar um að þiggja ekki launahækkunina

Ekki náðist í Hönnu Ásgeirsdóttur, fimmta stjórnarmann HB Granda, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Stundin hringdi á vinnustað Hönnu, Embætti landlæknis, en Hanna neitaði að taka símtali blaðamanns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu