Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

Neita að segja til um hvort þeir hygg­ist þiggja 33% launa­hækk­un fyr­ir stjórn­ar­setu. „Ég hef ekk­ert um þetta mál að segja. Tal­aðu við Kristján Lofts­son,“ seg­ir stjórn­ar­mað­ur í sam­tali við Stund­ina.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

„Þetta var ákveðið á aðalfundi og hefur ekkert verið rætt af stjórninni,“ segir Þórður Sverrisson stjórnarmaður hjá HB Granda í samtali við Stundina um það hvort hann ætli að þiggja 33,3 prósenta launahækkun fyrir að sitja í stjórn fyrirtækisins. Ákvörðun aðalfundar um að hækka laun stjórnarmanna í miðjum kjaradeilum hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þá hefur stjórn Eflingar- stéttarfélags um HB Granda fordæmt hana. 

„Ákvörðunin lýsir bæði taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni framleiðslu ár eftir ár. Þetta er óboðlegt,“ segir meðal annars í ályktun Eflingar. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins, sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist ekki ætla að þiggja launahækkunina því hún sé ekki í takti við stöðu kjaramála á Íslandi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segist í Morgunblaðinu í dag virða ákvörðun Rannveigar en hann ætli sjálfur að þiggja launahækkunina.

Neituðu að svara

Stundin hafði samband við aðra stjórnarmenn HB Granda og spurði hvort þeir hyggðust þiggja launahækkunina eða fara að fordæmi Rannveigar. Þórður var sá eini sem svaraði fyrirspurn blaðamanns. Aðspurður hvað honum finnist um ákvörðun um að afþakka launahækkunina segir Þórður það vera ákvörðun Rannveigar og ítrekar að stjórnin hafi enn ekki rætt niðurstöðu aðalfundar. Þórður segist vissulega hafa myndað sér skoðun á málinu og þeim hörðu viðbrögðum sem ákvörðun aðalfundar hefur vakið, en vildi hins vegar ekki láta hafa neitt eftir sér í þeim efnum. 

„Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Talaðu við Kristján Loftsson ef þú vilt fá eitthvað. Þú færð ekkert frá mér. Takk fyrir,“ sagði Halldór Teitsson stjórnarmaður hjá HB Granda í símtali við blaðamann Stundarinnar áður en hann skellti á. Ekki gafst því ráðrúm til þess að spyrja hann út í ákvörðun Rannveigar um að þiggja ekki launahækkunina

Ekki náðist í Hönnu Ásgeirsdóttur, fimmta stjórnarmann HB Granda, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Stundin hringdi á vinnustað Hönnu, Embætti landlæknis, en Hanna neitaði að taka símtali blaðamanns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár