Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

Neita að segja til um hvort þeir hygg­ist þiggja 33% launa­hækk­un fyr­ir stjórn­ar­setu. „Ég hef ekk­ert um þetta mál að segja. Tal­aðu við Kristján Lofts­son,“ seg­ir stjórn­ar­mað­ur í sam­tali við Stund­ina.

Stjórnarmenn HB Granda svara ekki: „Talaðu við Kristján Loftsson“

„Þetta var ákveðið á aðalfundi og hefur ekkert verið rætt af stjórninni,“ segir Þórður Sverrisson stjórnarmaður hjá HB Granda í samtali við Stundina um það hvort hann ætli að þiggja 33,3 prósenta launahækkun fyrir að sitja í stjórn fyrirtækisins. Ákvörðun aðalfundar um að hækka laun stjórnarmanna í miðjum kjaradeilum hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þá hefur stjórn Eflingar- stéttarfélags um HB Granda fordæmt hana. 

„Ákvörðunin lýsir bæði taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni framleiðslu ár eftir ár. Þetta er óboðlegt,“ segir meðal annars í ályktun Eflingar. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins, sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist ekki ætla að þiggja launahækkunina því hún sé ekki í takti við stöðu kjaramála á Íslandi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segist í Morgunblaðinu í dag virða ákvörðun Rannveigar en hann ætli sjálfur að þiggja launahækkunina.

Neituðu að svara

Stundin hafði samband við aðra stjórnarmenn HB Granda og spurði hvort þeir hyggðust þiggja launahækkunina eða fara að fordæmi Rannveigar. Þórður var sá eini sem svaraði fyrirspurn blaðamanns. Aðspurður hvað honum finnist um ákvörðun um að afþakka launahækkunina segir Þórður það vera ákvörðun Rannveigar og ítrekar að stjórnin hafi enn ekki rætt niðurstöðu aðalfundar. Þórður segist vissulega hafa myndað sér skoðun á málinu og þeim hörðu viðbrögðum sem ákvörðun aðalfundar hefur vakið, en vildi hins vegar ekki láta hafa neitt eftir sér í þeim efnum. 

„Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Talaðu við Kristján Loftsson ef þú vilt fá eitthvað. Þú færð ekkert frá mér. Takk fyrir,“ sagði Halldór Teitsson stjórnarmaður hjá HB Granda í símtali við blaðamann Stundarinnar áður en hann skellti á. Ekki gafst því ráðrúm til þess að spyrja hann út í ákvörðun Rannveigar um að þiggja ekki launahækkunina

Ekki náðist í Hönnu Ásgeirsdóttur, fimmta stjórnarmann HB Granda, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Stundin hringdi á vinnustað Hönnu, Embætti landlæknis, en Hanna neitaði að taka símtali blaðamanns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár