Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnandi vogunarsjóðs segir tortryggni Íslendinga tilhæfulausa

Fin­ancial Times fjall­ar um kaup vog­un­ar­sjóða á hlut í Ari­on og grein­ir jafn­framt frá hug­mynd­um fjár­mála­ráð­herra um að tengja ís­lensku krón­una við aðra mynt.

Stjórnandi vogunarsjóðs segir tortryggni Íslendinga tilhæfulausa

Frank Brosens, einn af stofnendum vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að tortryggni íslensks almennings gagnvart sölunni á hlut í Arion banka, sé að miklu leyti tilhæfulaus. Þetta kemur fram í viðtali við hann sem birtist í Financial Times í gær. Tilkynnt var um kaup Taconic á 9,9 prósenta hlut í Arion banka þann 19. mars en Frank fullyrðir að Taconic sækist hvorki eftir stjórnarsetu í Arion banka né áhrifum innan hans. 

Vogunarsjóðurinn Taconic Capital var stofnaður árið 1999 og með eignir að virði 6 milljarða dollara í stýringu. „Taconic Capital annast stýringu fjárfestingasjóða sem eru með seljanleika í samræmi við fjárfestinguna í Arion banka. Fjárfestar eru einkum stofnanafjárfestar, lífeyrissjóðir, styrktarsjóðir og fjársterkir einstaklingar,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef Arion banka þegar greint var frá sölunni. Frank Brosens starfaði hjá fjármálarisanum Goldman Sachs um árabil, en Goldman Sachs kemur einnig að kaupunum í Arion banka gegnum dótturfélagið ELQ Investors II Ltd.

Í frétt Financial Times er rætt við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og haft eftir honum að til skoðunar sé að tengja íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. Fram kemur að honum finnist „absúrd“ að tengja krónuna við Kanadadollar eða norsku krónuna, enda hafi gengi þeirra gjaldmiðla fallið meðan íslenska krónan hafi styrkst umtalsvert síðustu mánuði. 

Haft er eftir Benedikt að enn ríki sundrung á Íslandi þrátt fyrir uppganginn í efnahagslífinu. Fólk hafi orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og Ísland hafi náð sér á strik efnahagslega en ekki félagslega. „Fólk er enn reitt og tortryggið gagnvart viðskiptum, bönkum og stjórnmálamönnum,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár