Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ný undirskriftasöfnun: Skora á Ólaf Ragnar að boða til kosninga

Safn­að er und­ir­skrift­um fyr­ir áskor­un til for­seta Ís­lands um að fella rík­is­stjórn­ina. Á sjö­unda þús­und manns hef­ur boð­að komu sína á Aust­ur­völl í dag í „bylt­ingu“. 39 þús­und manns vilja lög um fisk­veiðiauð­lind­ina í þjóð­ar­at­kvæði.

Ný undirskriftasöfnun: Skora á Ólaf Ragnar að boða til kosninga
Hefur þrisvar nýtt málskotsréttinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þrisvar nýtt málskotsrétt sinn og vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrst voru það fjölmiðlalög ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar árið 2004 og síðar Icesave-samningarnir í tvígang. Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá opnuðu á þjóðaratkvæðagreiðslur án atbeina forseta, en hann hefur lýst sig andvígan frumvarpinu.

Nú hafa rúmlega sex hundruð manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að fella ríkisstjórnina samkvæmt 24. grein stjórnarskrárinnar. Undirskriftasöfnunin hófst seinni partinn í gær, mánudag. „Nú er svo í óefni komið að ríkisstjórn Íslands hefur algjörlega glatað trausti almennings og bera stöðugt í bakkafullann lækinn með ósannindum í fjölmiðlum og víða á opinberum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu með undirskriftasöfnuninni. Forsprakkar undirskriftasöfnunarinnar stefna á að safna undirskriftum frá 30% kosningabærra manna. 

24. grein stjórnarskrár Íslands er svohljóðandi: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]“ 

Mótmæla á Austurvelli í dag

Um 6300 manns hafa nú boðað komu sína  mótmælafund undir yfirskriftinni  „Bylting! Uppreisn!“ á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur klukkan fimm í dag. Tilefni mótmælanna er margvíslegt en þau beinast gegn ríkisstjórn landsins. „Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér! Endilega póstið á vegginn hér þau atriði sem ykkur finnst vera helst á baugi og þau atriði sem fá ykkur til að vilja uppreisn, núna!“

Ráðstöfun auðlinda mótmælt

Við þetta má bæta að tæplega 39 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár