Nú hafa rúmlega sex hundruð manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að fella ríkisstjórnina samkvæmt 24. grein stjórnarskrárinnar. Undirskriftasöfnunin hófst seinni partinn í gær, mánudag. „Nú er svo í óefni komið að ríkisstjórn Íslands hefur algjörlega glatað trausti almennings og bera stöðugt í bakkafullann lækinn með ósannindum í fjölmiðlum og víða á opinberum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu með undirskriftasöfnuninni. Forsprakkar undirskriftasöfnunarinnar stefna á að safna undirskriftum frá 30% kosningabærra manna.
24. grein stjórnarskrár Íslands er svohljóðandi: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]“
Mótmæla á Austurvelli í dag
Um 6300 manns hafa nú boðað komu sína mótmælafund undir yfirskriftinni „Bylting! Uppreisn!“ á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur klukkan fimm í dag. Tilefni mótmælanna er margvíslegt en þau beinast gegn ríkisstjórn landsins. „Almenningur sér sig nú knúinn til að koma núverandi ríkisstjórn frá störfum, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur. Mótmælendur komið endilega með lykla með ykkur til að búa til hávaða og koma skilaboðunum á framfæri að þeir lyklar sem ríkisstjórnin hefur að framtíð landsins hafa þeir ekki umboð fyrir lengur, og skulu skila. Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér! Endilega póstið á vegginn hér þau atriði sem ykkur finnst vera helst á baugi og þau atriði sem fá ykkur til að vilja uppreisn, núna!“
Ráðstöfun auðlinda mótmælt
Við þetta má bæta að tæplega 39 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum
Athugasemdir