Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt löggæslu á Íslandi í rúst“

Snorri Magnús­son, formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna, seg­ir dap­ur­legt að rík­is­stjórn þeirra stjórn­mála­flokka, sem sögu­lega séð hafa tal­að fyr­ir varð­stöðu um rétt­ar­rík­ið og öfl­ugri lög­gæslu, skuli ekki hafa hlúð bet­ur að lög­regl­unni en raun ber vitni. Stofn­un­in hafi veikst og úr­bóta sé þörf.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt löggæslu á Íslandi í rúst“

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir dapurlegt að ríkisstjórn þeirra stjórnmálaflokka, sem sögulega séð hafa talað fyrir varðstöðu um réttarríkið og öflugri löggæslu, skuli ekki hafa hlúð betur að lögreglunni á undanförnum árum en raun ber vitni. 

„Um margra ára skeið hefur lögreglan verið fjársvelt; lögreglumönnum, lögreglustöðvum og lögreglubifreiðum hefur fækkað, embætti hafa verið sameinuð, og á endanum hefur þetta auðvitað í för með sér minni og veikari löggæslu um land allt,“ segir Snorri í samtali við Stundina og bætir við: „Þetta gerist á meðan íbúum hefur fjölgað og fleiri ferðamenn streyma til landsins en nokkru sinni fyrr.“

Lögreglufélag Austurlands sendi fjölmiðlum harðorða yfirlýsingu í kvöld, en þar eru stjórnmálamenn sakaðir um að vilja veikja lögregluna á Íslandi. „Þessi vilji hefur endurspeglast í athöfnum og athafnaleysi síðustu ríkisstjórna vegna málefna lögreglu og dugleysi stjórnarandstöðu til að benda á hið augljósa. Mannekla, búnaðarskortur, fjárskortur og áralangt skilningsleysi gagnvart störfum lögreglu er ekki til komið vegna vankunnáttu stjórnmálamanna heldur viljaleysi þeirra til að bæta stöðu lögreglunnar,“ segir í ályktuninni.

 „Samt dýpkar holan“

Eins og fram kom í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, á Alþingi þann 10. október síðastliðinn hefur lögreglumönnum fækkað hjá flestum lögregluembættum frá 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. 

„Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan,“ segir í ályktun sem þing Landssambands lögreglumanna samþykkti fyrr á þessu ári. Samkvæmt tölum sem Landssambandið tók saman fækkaði lögreglumönnum um 10 prósent og lögreglubifreiðum um 12 prósent á tímabilinu 2000 til 2014 auk þess sem akstur bifreiðanna dróst saman um 35 prósent. 

Vandi lögreglunnar er margþættur og hefur margsinnis verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á yfirstandandi kjörtímabili. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur glímt við djúpstæðan samskiptavanda eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, flutti Sigríði Björk Guðjónsdóttur frá Suðurnesjum til Reykjavíkur og skipaði hana sem lögreglustjóra án auglýsingar. Í kjölfarið fóru af stað umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá embættinu og fjöldi fólks var færður til auk þess sem sett var í stöður án auglýsingar. Kvartaði landssambandið undan þessu til umboðsmanns Alþingis.

Miðlæga rannsóknardeildin beðið hnekki

Stundin hefur einkum fjallað um málefni miðlægu rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna mánuði. Meira en helmingur þeirra sem áður störfuðu að fíkniefnarannsóknum hefur verið færður til, hætt eða tekið sér launalaust leyfi og tveir hafa kvartað undan einelti og meintum lögbrotum lögreglustjóra. 

Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í september að starfsemi miðlægu rannsóknardeildarinnar hefði beðið hnekki; lítið væri um frumkvæðisrannsóknir, lögreglan réði ekki lengur við flókin og umfangsmikil fíkniefnamál og mannaflsfrekum rannsóknarúrræðum á borð við skyggingar væri síður beitt en áður, enda skorti mannskap, sérþekkingu og reynslu til að framkvæma slíkar aðgerðir. Þetta staðfesti fjöldi lögreglumanna, meðal annars starfsmenn umræddrar deildar og fólk í yfirmannsstöðum hjá lögregluembættinu, í samtölum við Stundina.

Mannekla í kynferðisbrotadeild

Vísir greindi svo frá því fyrr í mánuðinum að einungis fjórir lögreglumenn sinntu rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu hefði sumarleyfi starfsmanna bæst ofan á veikindin og þá aðeins tveir rannsakendur verið að störfum. Tæplega 200 ný mál hefðu komið á borð deildarinnar frá áramótum.

Nýlega birti Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, harðorða stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn, sá flokkur sem hefði státað af því í gegnum tíðina að standa vörð um öryggi borgaranna, hefði það nú á samviskunni að hafa lagt löggæslu á Íslandi í rúst. Þá tók hann saman tölur sem sýndu hvernig lögreglumönnum hefur kerfisbundið fækkað þau ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með dómsmála- eða innanríkisráðuneytið frá aldamótum.

Ábyrgð flokksins þung

„Löggæslan hefur verið vanrækt um árabil og þau tækifæri sem hafa skapast í ríkisfjármálum eftir að Ísland vann sig út úr kreppunni hafa ekki verið nýtt til að styrkja lögregluna,“ segir Snorri Magnússon í samtali við Stundina. Hann telur fleiri stjórnmálaflokka eiga sök á því hvernig komið er fyrir lögreglunni, en ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sé þung í ljósi þess að sá flokkur hafi oftast farið með dómsmálaráðuneytið eða innanríkisráðuneytið undanfarna áratugi. Nú fari flokkurinn með umrætt ráðuneyti, en jafnframt fjármálaráðuneytið, en láti líðast að löggæsla grotni niður þótt ríkissjóður standi vel. 

Snorri hefur verið stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil en segist ekki lengur geta hugsað sér að kjósa flokkinn. Þá hafi hann heldur ekki kosið í prófkjörunum fyrir þingkosningarnar. „Lögreglan heldur bara áfram að veikjast og það er pólitísk ákvörðun. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt löggæslu á Íslandi í rúst,“ segir Snorri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár