Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigríður Björk braut lög og var síðan skipuð lögreglustjóri

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir sendi að­stoð­ar­manni ráð­herra upp­lýs­ing­ar úr rann­sókn saka­máls - Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir skip­aði hana svo lög­reglu­stjóra án aug­lýs­ing­ar

Sigríður Björk braut lög og var síðan skipuð lögreglustjóri

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, braut lög um persónuvernd þegar hún, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos. Gísli Freyr var í kjölfarið dæmdur fyrir að leka persónuupplýsingum, sem byggðu meðal annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum, í fjölmiðla. 

Persónuvernd kemst að þessari niðurstöðu í úrskurði sínum um aðkomu Sigríðar Bjarkar að lekamálinu svokallaða. Kjarninn greinir frá málinu í dag, en DV sagði upphaflega frá því þann 13. nóvember í fyrra að tvímenningarnir hefðu átt í símasamskiptum daginn sem fréttir sem byggðu á persónuupplýsingunum birtust í fjölmiðlum.

Gísli Freyr fékk tvo tölvupósta með gögnum um hælisleitandann Tony Omos frá lögregluembættinu á Suðurnesjum þann 20. nóvember árið 2013. Fyrri pósturinn barst honum klukkan 11:04 að morgni og hafði að geyma skýrslu sem rannsóknarlögreglumaður embættisins tók af Tony 2. október 2013. Seinni póstinn sendi Sigríður Björk persónulega á Gísla um kvöldið, en honum fylgdi greinargerð um hælisleitandann. Í úrskurði Persónuverndar segir að ekki hafi verið gætt viðunandi öryggis við miðlun fyrrnefndra skýrsludraga til ráðuneytisins frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þá áfellist Persónuvernd lögreglustjórann fyrir að hafa ekki skráð samskiptin í málaskrá lögreglunnar.

Ríkissaksóknari fól lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka trúnaðarbrot innanríkisráðuneytisins gagnvart hælisleitendunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph í fyrra. Við rannsóknina beitti Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra Stefán Eiríksson lögreglustjóra óeðlilegum þrýstingi samkvæmt niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis.

Hrókeringar í kerfinu
Hrókeringar í kerfinu Hörður Jóhannesson og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjórar, Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, nýr aðstoðarlögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsson, nýr lögreglustjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra og Þórey Vilhjálmsdóttir, einnig aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Valdatafl í lögreglunni

Í kjölfar lekamálsins áttu sér hrókeringar innan lögreglunnar. Stefán ákvað að hætta störfum sem lögreglustjóri og í kjölfarið skipaði Hanna Birna Sigríði Björk sem lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í hans stað án auglýsingar. Hörður Jóhannesson og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjórar og helstu samstarfsmenn Stefáns Eiríkssonar fyrrum lögreglustjóra voru færðir til í starfi eftir að Sigríður Björk tók við embættinu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, helsta samstarfskona Sigríðar Bjarkar frá Suðurnesjum, var sett aðstoðarlögreglustjóri í stað Harðar. Stefán hætti störfum í kjölfar afskipta Hönnu Birnu af rannsókn lekamálsins en hún sagði af sér sem ráðherra stuttu eftir að annar aðstoðarmanna hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í fangelsi vegna málsins. Hinn aðstoðarmaðurinn, Þórey Vilhjálmsdóttir, yfirgaf ráðuneytið með ráðherra sínum.

Sigríður Björk hefur forðast að svara spurningum fjölmiðla um málið. Hún ræddi það þó við RÚV í nóvember. Þar sagðist hún ekki hafa gert nein mistök í málinu, allt hafi verið gert eftir eðlilegum leiðum. Ef ráðuneytið óski eftir gögnum eigi að afhenti þau. „Ef ráðuneytið biður um eitthvað þá fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta, hann hringir fyrir ráðherra. Hann hringir fyrir ráðuneytið,“ sagði Sigríður Björk. Þá sagðist hún eiga flekklausan feril að baki, en verið væri að draga hana niður. „Það er bara verið að stilla þessu svona upp eftir á. Ég er með átján ára flekklausan feril. Þið eruð að draga mig niður ég hef ekkert gert ég sendi umbeðin gögn til nýs ráðherra eða ráðuneytis sem er minn yfirmaður þannig að það er nú bara staðan í málinu.“

Hætti sem lögreglustjóri
Hætti sem lögreglustjóri Eftir að hafa rannsakað lekamálið og mætt þrýstingi innanríkisráðherra ákvað Stefán Eiríksson að hætta sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og fór að starfa fyrir Reykjavíkurborg.

Hvaða lög voru brotin?

Fyrir liggur að sending umræddra gagna voru hvorki skráð hjá lögreglunni né innanríkisráðuneytinu. Að mati Persónuvendar fór skortur á skráningu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og innanríkisráðuneytinu í bága við fyrstu og aðra málsgrein 11. greinar og 12. grein laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Fyrsta og önnur málsgrein 11. greinar snúa að áhættumati, öryggi og gæði persónuupplýsinga. Þar segir að ábyrgðaraðili skuli gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar gegn ólöglegri eyðileggingu, gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi. Þá segir einnig að beita skuli ráðstöfunum sem tryggja nægilegt öryggi miðað við áhættu af vinnslunni og eðli þeirra gagna sem verja á, með hliðsjón af nýjustu tækni og kostnaði við framkvæmd þeirra.

12. gr. snýr að innra eftirliti. Er þar kveðið á um að ábyrgðaraðili skuli viðhafa innra eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga til að ganga úr skugga um að unnið sé í samræmi við gildandi lög og reglur og þær öryggisráðstafanir sem ákveðnar hafa verið.

Innra eftirlit skuli viðhaft með reglubundnum hætti. Tíðni eftirlitsins og umfang þess skal ákveðið með hliðsjón af áhættunni sem er samfara vinnslunni, eðli þeirra gagna sem unnið er með, þeirri tækni sem notuð er til að tryggja öryggi upplýsinganna og kostnaði af framkvæmd eftirlitsins.

Ábyrgðaraðili skuli sjá til þess að gerð sé skýrsla um hverja aðgerð sem er liður í innra eftirliti. Í slíkri skýrslu skal lýsa niðurstöðu hvers þáttar eftirlitsins. Skýrslur um innra eftirlit skal varðveita tryggilega. 

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, mun ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið fyrr en eftir helgi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár