Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sagði að ein­falt væri að af­nema verð­trygg­ingu og var­aði við úr­tölurödd­um. Að­eins er unn­ið að breyt­ingu á láns­tíma.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið
Eftir kosningar Sigmundur Davíð ræðir hér við fréttamenn á Bessastöðum eftir að tilkynnt var um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu næstu ríkisstjórn undir forystu Sigmundar. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði fyrir síðustu kosningar að einfalt væri að afnema verðtryggingu lána. Nú er hins vegar staðfest að ekki sé enn unnið að beinu afnámi verðtryggingar.

„Þetta er ekki flókið“

Sigmundur Davíð birti pistil á bloggsíðu sinni rúmum mánuði fyrir kosningarnar 2013 undir titlinum „Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt.“

Í pistlinum kvartaði Sigmundur undan efasemdaröddum um loforð Framsóknarflokksins um leiðréttingu og afnám verðtryggðra lána: „Í fjögur ár höfum við talað um mikilvægi þess að leiðrétta verðtryggð lán. Orðið afnám vísar til einhvers sem menn hætta til framtíðar á meðan leiðrétting vísar til fortíðar. Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar afnám verðtryggingar til framtíðar, hins vegar leiðréttingin.“

Við myndun ríkisstjórnar
Við myndun ríkisstjórnar Bjarni Benediktsson naut mestra vinsælda ráðherra í skoðanakönnun Capacent, en mesta óánægjan var með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lánstími styttur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé til skoðunar að banna verðtryggð lán. Það sem sé til skoðunar í vinnu fjármálaráðuneytisins varðandi verðtryggð lán sé annars vegar að hækka lægsta lánstíma úr fimm árum og svo að stytta hámarkslánstíma úr 40 árum niður í 25 ár. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það,“ segir Bjarni um bann eða fullt afnám verðtryggðra lána.

Þessar tvær leiðir í breytingu á tímalengd lána eru í samræmi við skýrslu sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið í janúar í fyrra. Þar voru aðgerðirnar lagðar til og mælst til þess að þær hefðu gengið í gegn „eigi síðar en 1. janúar 2015“. Nú liggur fyrir að það næst ekki, en til skoðunar er að leggja fram frumvarp næsta haust. Ljóst er að afleiðingarnar yrðu að færri munu fá greiðslumat og yngra fólk eiga erfiðara með að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Boðaði einfalt afnám verðtryggingar
Boðaði einfalt afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði pistil á heimasíðu sína fyrir kosningar þar sem hann varaði við úrtöluröddum þeirra sem efuðust um áform hans um að afnema verðtryggingu á einfaldan hátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár