Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sagði að ein­falt væri að af­nema verð­trygg­ingu og var­aði við úr­tölurödd­um. Að­eins er unn­ið að breyt­ingu á láns­tíma.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið
Eftir kosningar Sigmundur Davíð ræðir hér við fréttamenn á Bessastöðum eftir að tilkynnt var um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu næstu ríkisstjórn undir forystu Sigmundar. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði fyrir síðustu kosningar að einfalt væri að afnema verðtryggingu lána. Nú er hins vegar staðfest að ekki sé enn unnið að beinu afnámi verðtryggingar.

„Þetta er ekki flókið“

Sigmundur Davíð birti pistil á bloggsíðu sinni rúmum mánuði fyrir kosningarnar 2013 undir titlinum „Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt.“

Í pistlinum kvartaði Sigmundur undan efasemdaröddum um loforð Framsóknarflokksins um leiðréttingu og afnám verðtryggðra lána: „Í fjögur ár höfum við talað um mikilvægi þess að leiðrétta verðtryggð lán. Orðið afnám vísar til einhvers sem menn hætta til framtíðar á meðan leiðrétting vísar til fortíðar. Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar afnám verðtryggingar til framtíðar, hins vegar leiðréttingin.“

Við myndun ríkisstjórnar
Við myndun ríkisstjórnar Bjarni Benediktsson naut mestra vinsælda ráðherra í skoðanakönnun Capacent, en mesta óánægjan var með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lánstími styttur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé til skoðunar að banna verðtryggð lán. Það sem sé til skoðunar í vinnu fjármálaráðuneytisins varðandi verðtryggð lán sé annars vegar að hækka lægsta lánstíma úr fimm árum og svo að stytta hámarkslánstíma úr 40 árum niður í 25 ár. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það,“ segir Bjarni um bann eða fullt afnám verðtryggðra lána.

Þessar tvær leiðir í breytingu á tímalengd lána eru í samræmi við skýrslu sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið í janúar í fyrra. Þar voru aðgerðirnar lagðar til og mælst til þess að þær hefðu gengið í gegn „eigi síðar en 1. janúar 2015“. Nú liggur fyrir að það næst ekki, en til skoðunar er að leggja fram frumvarp næsta haust. Ljóst er að afleiðingarnar yrðu að færri munu fá greiðslumat og yngra fólk eiga erfiðara með að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Boðaði einfalt afnám verðtryggingar
Boðaði einfalt afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði pistil á heimasíðu sína fyrir kosningar þar sem hann varaði við úrtöluröddum þeirra sem efuðust um áform hans um að afnema verðtryggingu á einfaldan hátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár