Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son sagði að ein­falt væri að af­nema verð­trygg­ingu og var­aði við úr­tölurödd­um. Að­eins er unn­ið að breyt­ingu á láns­tíma.

Sigmundur sagði einfalt að afnema verðtryggingu - reynist flókið
Eftir kosningar Sigmundur Davíð ræðir hér við fréttamenn á Bessastöðum eftir að tilkynnt var um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu næstu ríkisstjórn undir forystu Sigmundar. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði fyrir síðustu kosningar að einfalt væri að afnema verðtryggingu lána. Nú er hins vegar staðfest að ekki sé enn unnið að beinu afnámi verðtryggingar.

„Þetta er ekki flókið“

Sigmundur Davíð birti pistil á bloggsíðu sinni rúmum mánuði fyrir kosningarnar 2013 undir titlinum „Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt.“

Í pistlinum kvartaði Sigmundur undan efasemdaröddum um loforð Framsóknarflokksins um leiðréttingu og afnám verðtryggðra lána: „Í fjögur ár höfum við talað um mikilvægi þess að leiðrétta verðtryggð lán. Orðið afnám vísar til einhvers sem menn hætta til framtíðar á meðan leiðrétting vísar til fortíðar. Þetta er ekki flókið en það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað reynt er að snúa út úr hlutunum. Verkefnin eru tvíþætt, annars vegar afnám verðtryggingar til framtíðar, hins vegar leiðréttingin.“

Við myndun ríkisstjórnar
Við myndun ríkisstjórnar Bjarni Benediktsson naut mestra vinsælda ráðherra í skoðanakönnun Capacent, en mesta óánægjan var með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Lánstími styttur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfestir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé til skoðunar að banna verðtryggð lán. Það sem sé til skoðunar í vinnu fjármálaráðuneytisins varðandi verðtryggð lán sé annars vegar að hækka lægsta lánstíma úr fimm árum og svo að stytta hámarkslánstíma úr 40 árum niður í 25 ár. „Nei. Í hvorugu tilvikinu erum við að ræða um það,“ segir Bjarni um bann eða fullt afnám verðtryggðra lána.

Þessar tvær leiðir í breytingu á tímalengd lána eru í samræmi við skýrslu sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið í janúar í fyrra. Þar voru aðgerðirnar lagðar til og mælst til þess að þær hefðu gengið í gegn „eigi síðar en 1. janúar 2015“. Nú liggur fyrir að það næst ekki, en til skoðunar er að leggja fram frumvarp næsta haust. Ljóst er að afleiðingarnar yrðu að færri munu fá greiðslumat og yngra fólk eiga erfiðara með að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Boðaði einfalt afnám verðtryggingar
Boðaði einfalt afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði pistil á heimasíðu sína fyrir kosningar þar sem hann varaði við úrtöluröddum þeirra sem efuðust um áform hans um að afnema verðtryggingu á einfaldan hátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár