Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar íslensks fyrirtækis og kínversks málmframleiðanda í gær um fjármögnun kínverska félagsins á nýju álveri í Skagabyggð, nálægt Skagaströnd.
Ekki hefur verið útveguð orka fyrir fyrirhugað álver, en aðstandendur álversins hafa viljað fá orku úr Blönduvirkjun. Þörf er á stóraukinni orkuframleiðslu til að sinna fyrirliggjandi verksmiðjuhugmyndum.
Sigmundur Davíð hélt ræðu, en ekki er til afrit af ræðunni, samkvæmt svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn Stundarinnar. „Vegna fyrirspurnar um ávarp forsætisráðherra í gær í Ráðherrabústaðnum þá skal tekið fram að ráðherra hélt örstutta tækifærisræðu en studdist ekki við neina punkta.“
Athugasemdir