Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

For­sæt­is­ráð­herra gagn­rýn­ir Rík­is­út­varp­ið harð­lega í að­drag­anda birt­ing­ar Kast­ljóss­þátt­ar um leynd­ar eign­ir ís­lenskra stjórn­mála­manna í skatta­skjól­um. Hann er ósátt­ur við Rík­is­út­varp­ið og seg­ir jafn­framt að Stund­in okk­ar hafi ver­ið gerð að áróð­urs­þætti.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, svarar fyrir yfirvofandi umfjöllun Kastljóssins fyrirfram á bloggsíðu sinni í dag.

Hann segist verða fyrir því að einstaklingar á Íslandi dreifi óhróðri um hann erlendis, sem sé „grundvöllur að nýrri útrás“. 

Yfirlýsingin kemur í aðdraganda þess að sýndur verður sjónvarpsþáttur á Rúv klukkan 18 í dag þar sem fjallað verður um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Sigmundur gagnrýnir einnig sýningu þáttarins fyrirfram á þeirri forsendu að þátturinn ryðji burt barnaþættinum Stundinni okkar. „Nú liggur svo á að þátturinn mun ryðja úr vegi öðrum þætti sem gerður hefur verið að pólitískum áróðursþætti í seinni tíð, Stundinni okkar.“ 

Uppfært: Í þætti Kastljóssins birtist viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann fer með ósannindi um að komu sína að aflandsfélaginu Wintris Inc. Sigmundur gekk út úr viðtalinu.

Í þættinum koma fram upplýsingar sem byggja á upplýsingaleka sem afhjúpar dulið eignarhald félaga í skattaskjólum. Þannig hefur panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca meðal annars varað viðskiptavini sína við leka, eftir að brotist var inn í netþjóna í hennar umsjón. Upplýsingarnar verða birtar samtímis víða um heim klukkan 18 í dag og útskýrir það tilfærslu á sýningu Stundarinnar okkar á Rúv.

Svo virðist sem stór hluti athyglinnar vegna lekans muni beinast að Íslandi. Í stiklu sænska ríkissjónvarpsins í dag er greint frá því að fjallað verði um íslenska stjórnmálamann í skattaskjólum í þætti á stöðinni klukkan sex í dag.

Umfjöllun um leynda hagsmuni

Fram hefur komið að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á félag á Tortóla með kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú bankanna, en Sigmundur var leiðandi í mótun á viðbrögðum við kröfum kröfuhafa bankanna í trúnaðarstarfi fyrir almenning án þess að láta í ljós hagsmuni sína.

Auk þess var Sigmundur sjálfur áður skráður helmingseigandi að félaginu, þar til hann seldi eiginkonu sinni hlut sinn á einn Bandaríkjadal, eða um 130 krónur.

Segir óhróðri um sig dreift erlendis

„Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás,“ segir Sigmundur.

„... einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla“

Sigmundur er ósáttur við pistil Sigrúnar Davíðsdóttur um málið og segir að Sigrún hafi „sérhæft [sig] í að skrifa lofgreinar um útrás íslensku bankanna og annarra fyrirtækja.“

Segist hafa barist fyrir að fórna milljónum eiginkonu sinnar

Sigmundur hefur ítrekað að honum hefði þótt siðferðislega rangt að greina frá leynilegum hagsmunum sínum. Hann hafi barist fyrir leið sem fæli í sér mikið tap fyrir eiginkonu hans. „Í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Hins vegar hafi gagnrýnendur hans nú barist gegn hagsmunum þjóðarinnar þá. „Uppgjör slitabúanna og losun hafta snýst um hagsmuni almennings á Íslandi. Það er sérlega merkilegt að þeir sem voru hörðustu gagnrýnendur mínir varðandi mikilvægi þess að kröfuhafar gæfu eftir af eignum sínum og baráttunni gegn því að Icesave-kröfunum yrði skellt á íslenskan almenning, telja sig best til þess fallna að gagnrýna mig nú þegar í ljós er komið að í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Ósáttur við RÚV

Þá hafi eiginkona hans fórnað sér með öðrum hætti. Hann segir konuna sína hafa tapað peningum á því að ákveða að kaupa ekki krónur á afslætti, eins og hún hefði getað gert. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda. Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn“. Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“

Umfjöllun um leynilegar eignir íslenskra stjórnmálamanna í skattaskjólum verður birt á RÚV klukkan 18.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár