Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

For­sæt­is­ráð­herra gagn­rýn­ir Rík­is­út­varp­ið harð­lega í að­drag­anda birt­ing­ar Kast­ljóss­þátt­ar um leynd­ar eign­ir ís­lenskra stjórn­mála­manna í skatta­skjól­um. Hann er ósátt­ur við Rík­is­út­varp­ið og seg­ir jafn­framt að Stund­in okk­ar hafi ver­ið gerð að áróð­urs­þætti.

Sigmundur Davíð svarar fyrir sig fyrirfram: Dreifing óhróðurs „grundvöllur að nýrri útrás“

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, svarar fyrir yfirvofandi umfjöllun Kastljóssins fyrirfram á bloggsíðu sinni í dag.

Hann segist verða fyrir því að einstaklingar á Íslandi dreifi óhróðri um hann erlendis, sem sé „grundvöllur að nýrri útrás“. 

Yfirlýsingin kemur í aðdraganda þess að sýndur verður sjónvarpsþáttur á Rúv klukkan 18 í dag þar sem fjallað verður um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Sigmundur gagnrýnir einnig sýningu þáttarins fyrirfram á þeirri forsendu að þátturinn ryðji burt barnaþættinum Stundinni okkar. „Nú liggur svo á að þátturinn mun ryðja úr vegi öðrum þætti sem gerður hefur verið að pólitískum áróðursþætti í seinni tíð, Stundinni okkar.“ 

Uppfært: Í þætti Kastljóssins birtist viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann fer með ósannindi um að komu sína að aflandsfélaginu Wintris Inc. Sigmundur gekk út úr viðtalinu.

Í þættinum koma fram upplýsingar sem byggja á upplýsingaleka sem afhjúpar dulið eignarhald félaga í skattaskjólum. Þannig hefur panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca meðal annars varað viðskiptavini sína við leka, eftir að brotist var inn í netþjóna í hennar umsjón. Upplýsingarnar verða birtar samtímis víða um heim klukkan 18 í dag og útskýrir það tilfærslu á sýningu Stundarinnar okkar á Rúv.

Svo virðist sem stór hluti athyglinnar vegna lekans muni beinast að Íslandi. Í stiklu sænska ríkissjónvarpsins í dag er greint frá því að fjallað verði um íslenska stjórnmálamann í skattaskjólum í þætti á stöðinni klukkan sex í dag.

Umfjöllun um leynda hagsmuni

Fram hefur komið að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á félag á Tortóla með kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú bankanna, en Sigmundur var leiðandi í mótun á viðbrögðum við kröfum kröfuhafa bankanna í trúnaðarstarfi fyrir almenning án þess að láta í ljós hagsmuni sína.

Auk þess var Sigmundur sjálfur áður skráður helmingseigandi að félaginu, þar til hann seldi eiginkonu sinni hlut sinn á einn Bandaríkjadal, eða um 130 krónur.

Segir óhróðri um sig dreift erlendis

„Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás,“ segir Sigmundur.

„... einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla“

Sigmundur er ósáttur við pistil Sigrúnar Davíðsdóttur um málið og segir að Sigrún hafi „sérhæft [sig] í að skrifa lofgreinar um útrás íslensku bankanna og annarra fyrirtækja.“

Segist hafa barist fyrir að fórna milljónum eiginkonu sinnar

Sigmundur hefur ítrekað að honum hefði þótt siðferðislega rangt að greina frá leynilegum hagsmunum sínum. Hann hafi barist fyrir leið sem fæli í sér mikið tap fyrir eiginkonu hans. „Í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Hins vegar hafi gagnrýnendur hans nú barist gegn hagsmunum þjóðarinnar þá. „Uppgjör slitabúanna og losun hafta snýst um hagsmuni almennings á Íslandi. Það er sérlega merkilegt að þeir sem voru hörðustu gagnrýnendur mínir varðandi mikilvægi þess að kröfuhafar gæfu eftir af eignum sínum og baráttunni gegn því að Icesave-kröfunum yrði skellt á íslenskan almenning, telja sig best til þess fallna að gagnrýna mig nú þegar í ljós er komið að í þeirri baráttu var ég um leið að berjast fyrir því að fórna tugum milljóna af eignum eiginkonu minnar vegna þess að ég taldi það mikilvægt fyrir samfélagið.“

Ósáttur við RÚV

Þá hafi eiginkona hans fórnað sér með öðrum hætti. Hann segir konuna sína hafa tapað peningum á því að ákveða að kaupa ekki krónur á afslætti, eins og hún hefði getað gert. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda. Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn“. Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“

Umfjöllun um leynilegar eignir íslenskra stjórnmálamanna í skattaskjólum verður birt á RÚV klukkan 18.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár