Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð riðar til falls - Bjarni talar um „ráðstafanir“

Bæj­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins á Ak­ur­eyri fara fram á taf­ar­lausa af­sögn for­sæt­is­ráð­herra. Bjarni Bene­dikts­son neit­ar að lýsa stuðn­ingi við hann, seg­ir stöðu hans „óheppi­lega“ og nefn­ir mögu­leg­ar „ráð­staf­an­ir“ svo rík­is­stjórn­in geti hald­ið áfram.

Sigmundur Davíð riðar til falls - Bjarni talar um „ráðstafanir“
Forsætisráðherra í þungum þönkum Var þungt hugsi á Alþingi í dag þar sem mótmælendur söfnuðust fyrir framan Alþingishúsið á sama tíma og farið var fram á afsögn hans innanhúss. Mynd: Kristinn Magnússon

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri, stærsta byggðarkjarna kjördæmis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fara fram á að hann segi af sér „án frekari tafa“. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bænum fara jafnframt fram á að skipt verði um forsætisráðherra. „Í ljósi aðstæðna er trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar brostinn og getur hún því ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra,“ segir í yfirlýsingu sjálfstæðismanna á Akureyri.

Bjarni ræðir um „ráðstafanir“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við sjónvarpsfréttir RÚV að Sigmundur væri „í þröngri stöðu“: „Það er auðvitað alltaf óheppilegt þegar menn þurfa að bæta í skýringar eftir að máli vindur fram,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Kemur til landsins á morgun frá Flórída.

Hann neitaði aðspurður að lýsa yfir stuðningi við Sigmund og nefndi sérstaklega að hægt væri að grípa til „ráðstafana“.

„... hvort ríkisstjórnin treystir sér til þess að halda áfram, eftir atvikum eftir einhverjar ráðstafanir.“

„Svona spurningum ætla ég ekkert að svara vegna þess að þannig gerast nú ekki hlutirnir þar sem ég er í samstarfi, að menn fái stuðningsyfirlýsingar eða vantraustsyfirlýsingar í fjölmiðlum. Við þurfum einfaldlega að vinna þetta eins og almennilegt fólk, setjast niður yfir stöðuna og meta það hvort við teljum okkur hafa nægilegan stuðning til þess að sinna þeim verkefnum sem okkur voru falin og sett á dagskrá. Hvað er til bragðs að taka, hvort ríkisstjórnin treystir sér til þess að halda áfram, eftir atvikum eftir einhverjar ráðstafanir.“

Ræðir við Sigmund á morgun

Þrátt fyrir orð Bjarna um að hann lýsi ekki yfir stuðningi eða vantrausti í fjölmiðlum lýsti hann yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í ágúst 2014 þegar krafist var afsagnar hennar vegna lekamálsins. 

Bjarni kemur frá Flórída á morgun, en hann missti af flugi. Hann hefur, samkvæmt fréttum RÚV, átt samtöl við samflokksmenn sína í dag. Hann er væntanlegur til landsins á morgun og segist munu ræða við Sigmund í kjölfarið. 

Ríkisstjórnarfundur, sem átti að fara fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður, sem og þingfundir. 

„Í dag er mér misboðið“

Sigmundur Davíð, sem býr í Reykjavík, er þingmaður norðausturkjördæmis, en hann flutti lögheimili sitt á sveitabæinn Hrafnabjörg í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði.

Yfirlýsing framsóknarmanna á Akureyri er afgerandi og harðorð þess efnis að Sigmundur víki strax: „Vegna þess trúnaðarbrests sem við telj­um að skap­ast hafi milli for­sæt­is­ráðherra og flokks­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins sem og lands­manna allra, skor­um við á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son að segja sig frá störf­um for­sæt­is­ráðherra án frek­ari tafa.“

Þá segir fyrrverandi bæjarfulltrúi flokksins í bænum, Jóhannes Gunnar Bjarnason, frá því að hann ljúki stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn nema Sigmundur segi af sér:

„Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu. Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið. Svo misboðið að stuðningi mínum við flokkinn er lokið ef formaður flokksins segir ekki af sér. Hann hefur unnið þrekvirki á mörgum sviðum en þessi heiftarlegi dómgreindarbrestur gagnvart aflandspeningum gerir hann óhæfan til áframhaldandi setu. Það er ekki nokkur sála ómissandi og hvort sem litið er til þjóðar eða flokks þá er niðurstaðan aðeins ein. Biðjast afsökunar og segja af sér. Það á reyndar við um aðra líka.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kom af fundi með þingflokki sínum í morgun. Fundurinn var „heiðarlegur“ en ekki tókst að ljúka honum.

Sigmundur biðst afsökunar

Sigmundur hefur í dag í fyrsta sinn beðist afsökunar á framgöngu sinni í skattaskjólsmálinu, þar sem hann hafði leynt eignarhaldi sínu og eiginkonu sinnar á félagi sem stofnað var í skattaskjóli og gerði kröfu upp á hálfan milljarð í slitabú íslensku bankanna. 

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á bloggsíðu sinni að ekki sé nóg að biðjast afsökunar.

„Nú hafa þúsundir manna komið saman á Austurvelli til að mótmæla Sigmundi Davíð. Að láta eins og ekkert hafi í skorist og að nóg sé að biðjast afsökunar á misheppnaðri framgöngu í sjónvarpsþætti er mikill misskilningur.“

Sigmundur hefur verið staðinn að ósamræmi og ósannindum í frásögn sinni vegna málsins. Hann gekk út úr viðtali við sænskan rannsóknarblaðamann og Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann eftir að hafa verið staðinn að ósannindum og hefur í kjölfarið gagnrýnt RÚV harðlega.

Um 15 þúsund manns komu á mótmæli gegn Sigmundi á Austurvelli í dag, sem eru þau fjölmennustu sem lögregla hefur kynnst. Fyrir mótmælin hafði Sigmundur gert lítið úr því að hann tæki mark á fjölda mótmælenda. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll,“ sagði hann

Möguleikar Sigmundar greindir í slúðurdálki

Fjallað er um málið í slúðurdálknum Orðinu á götunni á Eyjunni.is. Þar er vitnað til áhrifamanna í stjórnmálum. Höfundur dálksins er ekki birtur, en Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi Eyjunnar og góður vinur Sigmundar Davíðs, hefur skrifað dálkinn. Þar eru færð rök fyrir því að Sigmundur geti ekki farið frá án þess að það felli ríkisstjórnina og fleiri í íslenskum stjórnmálum: 

„Orðið á götunni innan beggja stjórnarflokka er að staða formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins sé líka undir í málinu. Ef Sigmundur Davíð þarf að segja af sér, munu þau líka þurfa að axla sín skinn. Það gangi ekki gagnvart almenningi og heimspressunni að forsætisráðherra segi af sér af því að nafn hans hafi verið í Panamaskjölunum og við taki Bjarni Benediktsson sem forsætisráðherra, en nafn hans sé nú reyndar þar líka!“

Jafnframt segir í slúðurdálknum að Sigmundur geti sprengt allt í loft upp. „Einn möguleikinn enn hefur verið nefndur. Hann er sá að forsætisráðherra sprengi allt í loft upp, rjúfi hreinlega þing og boði til kosninga. Fari um landið og skýri sitt mál og ræði árangur ríkisstjórnarinnar. Segi sem svo, að vitaskuld sé þetta mál erfitt og hafi valdið sér skaða, en hann vilji leggja öll spilin á borðið, hvetji aðra til að gera slíkt sama og leggi verk sín óhræddur í dóm kjósenda.“

Sigmundur neitaði í dag að hafa íhugað afsögn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár