Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjarverandi Óttarr sagður á flótta undan umræðu um einkarekið heilbrigðiskerfi

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Al­þingi í dag sögðu þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar Ótt­ar Proppé forð­ast um­ræð­una um einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu. Svör hans væru loð­in.

Fjarverandi Óttarr sagður á flótta undan umræðu um einkarekið heilbrigðiskerfi
Heilbrigðisráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna Óttarr Proppé fyrir að gefa óljós svör um einkavæðingu heilbrigðiskerfis Íslands. Mynd: Af Facebook-síðu Bjartrar framtíðar

Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu orð Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þingmenn segja svör Óttars um tilkomu einkasjúkrahús Klíníkarinnar vera loðin og segja Óttar reyna að koma sér undan umræðunni.

Rætt var um ummæli Óttars á Alþingi þann 23. mars þegar rætt var um málefni Klíníkurinnar í óundirbúnum fyrirspurnatíma, en þá sagði Óttarr: „Það er ekki ég sem veiti starfsleyfi fyrir starfsemi eða stofum, aðstöðu sérfræðinga úti í bæ, það er embætti landlæknisins sem veitir starfsleyfi fyrir stöðinni.“

Embætti landlæknis sendi út tilkynningu þann 19. apríl vegna misskilnings sem gætir í umræðu um heilbrigðisþjónustu. Leiðréttir landlæknir bæði ummæli sem Óttarr Proppé lét falla á Alþingi og fullyrðingu sem birtist í frétt Morgunblaðsins daginn eftir. Landlæknir telur að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi. „Embætti landlæknis hefur ítrekað reynt að leiðrétta þann misskilning að embættið veiti leyfi til rekstrar heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu á landlæknir að staðfesta að fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur,“ sagði í tilkynningunni. 

„Hvar er hann nú?“

Óttarr Proppe var ekki viðstaddur þingfund og kröfðust þingmenn stjórnarandstöðunnar svara. Sigurður Ingi Jóhannsson segir ráðherrann ekki skýra nægilega vel frá málum. „Hann hefur nú komið fram í fjölmiðlum og sagt að þetta sé ekkert á hans valdi. Af hverju notaði hann ekki eitthvað af þessum fyrirspurnum sínum til að upplýsa þingið um hver staðan væri í stað þess að leiða okkur á villigötur? Hér var einu sinni tónelskur þingmaður, oft í gulum fötum, sem talaði mikið um heiðarleika í stjórnmálum, samstarf og samvinnu og minna fúsk. Hvar er hann nú?“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir svör Óttars loðin. „Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa komið fram og jafnframt minna á að hæstvirtur ráðherra var nú í dauðarokksveit þannig að tónelskan vakti oft kátínu, undran og óhug. En aftur á móti hefur það verið einkennandi fyrir þau orð sem komið hafa frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra er að þau eru alltaf loðin, alltaf þannig að hæstvirtur ráðherra virðist ekki geta komið með afgerandi svör um mjög brýn mál,“ segir Birgitta og segir málið mjög alvarlegt.

Öll spjót að rokkbóndanum

„Nú standa öll spjót á rokkbóndanum Óttari Proppé heilbrigðisráðherra. Hann verður að koma hingað suður, ég hlustaði á hann á Aldrei fór ég suður og hann var ágætur þar,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir og segir: „ Ég sé ekki betur en að ástandið sé þannig núna að hann sé á harðahlaupum undan fjölmiðlum.“

Fleiri vitna í rokkferil Óttars Proppé. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segir Óttar vera ósamkvæmur sjálfum sér þegar hann staðfesti þann 23. mars að ekki yrði farið út í einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Nú sýnist mér og það er vont að upplifa það, ég vissi það ósköp vel að maðurinn væri í hljómsveit sem heitir HAM, en að hann gæti skipt svo auðveldlega um ham kemur mér því miður á óvart.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár