Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir að Björt svíki kosningaloforð með áformum um virkjun á miðhálendinu

Hall­dóra Mo­gensen þing­kona Pírata, skor­ar á al­menn­ing að fjöl­menna á Aust­ur­völl og krefjast þess að Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra standi við orð sín um vernd­un mið­há­lend­is­ins.

Segir að Björt svíki kosningaloforð með áformum um virkjun á miðhálendinu

Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, gagnrýndi Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í dag og sagði hana máttlausa og úrræðalausa gagnvart umhverfismálum. Vísaði hún sérstaklega til áforma um virkjanaframkvæmdir á miðhálendinu, en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku hefur ráðherra lagt fram rammaáætlun þar sem gert er ráð fyrir að Skrokkalda á Suðurlandi verði færð úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk svo unnt verði að ráðast þar í virkjanaframkvæmdir á næstu árum. Samkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar mun fylgja virkjuninni hlaðhús, spennir, 1 kílómetra skurður vestan við Sprengisandsleið og jarðstrengur. 

„Háttvirtur þingmaður Björt Ólafsdóttir er kosin á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, flokk sem í kosningabaráttunni hafði það á stefnuskrá sinni að leggja umhverfismál til grundvallar öllum ákvörðunum flokksins,“ sagði Halldóra í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. „Nú þegar háttvirtur þingmaður hefur tekið við embætti umhverfisráðherra virðist hún hafa snúið baki við grunngildum flokksins og kosningaloforðum og tekið í stað undir áform um virkjunarframkvæmdir á miðhálendinu á kostnað umhverfisins og lífvænleika þess fyrir komandi kynslóðir.“

Lofaði að vernda miðhálendið

Í aðdraganda síðustu þingkosninga lofaði Björt Ólafsdóttir, og flokkur hennar Björt framtíð, að standa vörð um miðhálendið og beita sér gegn því að þar yrði ráðist í virkjanaframkvæmdir.

Þegar rætt var um umhverfis- og auðlindamál á RÚV þann 14. október var Björt spurð hvort flokkurinn hennar styddi hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð. 

„Við styðjum það svo sannarlega. Það er mikilvægt að við varðveitum þessi ósnortnu víðerni sem 80 prósent erlendra ferðamanna koma hingað til Íslands til að sjá. Þetta er mikil auðlind,“ svaraði hún.

„Stærðin vefst fyrir mönnum og það er alveg rétt, en það er út af því að þarna við og innan eru virkjanir sem fólk er áfjáð um að fara í og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. En við í Bjartri framtíð viljum umfram allt vernda miðhálendið og hafa þjóðgarð þar.“

„Mun rýra gildi Vatnajökulsþjóðgarðs“

Nú, eftir að Björt framtíð er komin í ríkisstjórn, er áfram lagt upp með Skrokkalda á miðhálendinu verði færð í nýtingarflokk rammaáætlunar svo þar megi ráðast í virkjunarframkvæmdir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár