Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

Árni Páll Árna­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að haft verði sam­ráð við palestínsk yf­ir­völd um út­færslu nýrr­ar til­lögu. Ög­mund­ur Jónas­son gagn­rýn­ir borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir að standa ekki í lapp­irn­ar.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

„Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael „meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir“ er mjög vel heppnuð að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.“

Þetta skrifar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í pistli á vefsíðu sinni. Telur hann að viðbrögð Ísraelsmanna séu ágætur mælikvarði á mikilvægi samþykktarinnar. 


Ögmundur segir sniðgöngu Reykjavíkurborgar skapa mikilvægt fordæmi og þannig geta dregið dilk á eftir sér. Allt tal um að samþykktin stríði gegn alþjóðaviðskiptasamningum sé „hlálegt“ enda hljóti sveitarfélög að hafa leyfi til að marka sér innkaupastefnu á siðferðilegum forsendum. „Borgarstjóri segist vilja endurskoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn enn,“ skrifar Ögmundur. 
 

Samráð við palestínsk yfirvöld

Ali Abunimah, einn af stofnendum vefritsins The Electronic Intifada sem fjallar um málefni Ísraels og Palestínu, skrifaði um ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur á sunnudag og harmaði áform borgarstjóra um að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka.

Abunimah hefur átt í tölvupóstssamskiptum við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og hefur eftir Árna að nauðsynlegt hafi verið að draga tillöguna til baka og útfæra hana betur, meðal annars í samráði við yfirvöld í Palestínu. Abunimah segir að ákvörðunin um að falla frá sniðgöngunni á ísraelskum vörum virðist hafa verið tekin eftir þrýsting frá flokksforystu Samfylkingarinnar, og að leiðtogi flokksins hafi „tjáð The Electronic Intifada að flokkurinn hefði haft samráð við palestínsk stjórnvöld um málið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár