Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

Árni Páll Árna­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að haft verði sam­ráð við palestínsk yf­ir­völd um út­færslu nýrr­ar til­lögu. Ög­mund­ur Jónas­son gagn­rýn­ir borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir að standa ekki í lapp­irn­ar.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

„Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael „meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir“ er mjög vel heppnuð að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.“

Þetta skrifar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í pistli á vefsíðu sinni. Telur hann að viðbrögð Ísraelsmanna séu ágætur mælikvarði á mikilvægi samþykktarinnar. 


Ögmundur segir sniðgöngu Reykjavíkurborgar skapa mikilvægt fordæmi og þannig geta dregið dilk á eftir sér. Allt tal um að samþykktin stríði gegn alþjóðaviðskiptasamningum sé „hlálegt“ enda hljóti sveitarfélög að hafa leyfi til að marka sér innkaupastefnu á siðferðilegum forsendum. „Borgarstjóri segist vilja endurskoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn enn,“ skrifar Ögmundur. 
 

Samráð við palestínsk yfirvöld

Ali Abunimah, einn af stofnendum vefritsins The Electronic Intifada sem fjallar um málefni Ísraels og Palestínu, skrifaði um ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur á sunnudag og harmaði áform borgarstjóra um að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka.

Abunimah hefur átt í tölvupóstssamskiptum við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og hefur eftir Árna að nauðsynlegt hafi verið að draga tillöguna til baka og útfæra hana betur, meðal annars í samráði við yfirvöld í Palestínu. Abunimah segir að ákvörðunin um að falla frá sniðgöngunni á ísraelskum vörum virðist hafa verið tekin eftir þrýsting frá flokksforystu Samfylkingarinnar, og að leiðtogi flokksins hafi „tjáð The Electronic Intifada að flokkurinn hefði haft samráð við palestínsk stjórnvöld um málið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár