Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

Árni Páll Árna­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að haft verði sam­ráð við palestínsk yf­ir­völd um út­færslu nýrr­ar til­lögu. Ög­mund­ur Jónas­son gagn­rýn­ir borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir að standa ekki í lapp­irn­ar.

Segir borgarstjórnarmeirihlutann „ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir“

„Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael „meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir“ er mjög vel heppnuð að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.“

Þetta skrifar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í pistli á vefsíðu sinni. Telur hann að viðbrögð Ísraelsmanna séu ágætur mælikvarði á mikilvægi samþykktarinnar. 


Ögmundur segir sniðgöngu Reykjavíkurborgar skapa mikilvægt fordæmi og þannig geta dregið dilk á eftir sér. Allt tal um að samþykktin stríði gegn alþjóðaviðskiptasamningum sé „hlálegt“ enda hljóti sveitarfélög að hafa leyfi til að marka sér innkaupastefnu á siðferðilegum forsendum. „Borgarstjóri segist vilja endurskoða afstöðu sína og hverfa frá stuðningi við tillögu Bjarkar. Ég skora á hann að endurkoða hug sinn enn,“ skrifar Ögmundur. 
 

Samráð við palestínsk yfirvöld

Ali Abunimah, einn af stofnendum vefritsins The Electronic Intifada sem fjallar um málefni Ísraels og Palestínu, skrifaði um ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur á sunnudag og harmaði áform borgarstjóra um að draga tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur til baka.

Abunimah hefur átt í tölvupóstssamskiptum við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og hefur eftir Árna að nauðsynlegt hafi verið að draga tillöguna til baka og útfæra hana betur, meðal annars í samráði við yfirvöld í Palestínu. Abunimah segir að ákvörðunin um að falla frá sniðgöngunni á ísraelskum vörum virðist hafa verið tekin eftir þrýsting frá flokksforystu Samfylkingarinnar, og að leiðtogi flokksins hafi „tjáð The Electronic Intifada að flokkurinn hefði haft samráð við palestínsk stjórnvöld um málið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu