Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjórinn Davíð: Tíu skringilegustu ummælin

Morg­un­blað­ið hef­ur ham­ast á minni­hluta­hóp­um, kall­að áhrifa­konu „glugga­skraut“ og er­lend­an þjóð­höfð­ingja „múlatta“ síð­an Dav­íð Odds­son sett­ist í rit­stjóra­stól.

Ritstjórinn Davíð: Tíu skringilegustu ummælin

Davíð Oddsson hefur að eigin sögn aðeins tekið sér viku sumarfrí frá því að hann var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Þannig hefur hann frá 2009 unnið baki brotnu í Hádegismóum og skrifað hundruð Staksteina, Reykjavíkurbréfa og leiðara. Í leiðaraskrifum undanfarinna ára hafa ýmis óvenjuleg og umdeild sjónarmið verið viðruð, meðal annars ummæli sem lykta af rasisma og kvenfyrirlitningu. Frá því Davíð hóf kosningabaráttu sína hefur hann grafið upp sjö ára gömul ummæli frá Guðna Th. Jóhannessyni, mótframbjóðanda sínum, um Icesave-málið og látið í veðri vaka að þau lýsi sjónarmiðum sem ekki séu forseta sæmandi. Í ljósi þess er við hæfi að líta á ýmis nýlegri ummæli sem Davíð ber sjálfur ábyrgð á.

„Forsetinn getur til dæmis stöðvað það að umræðubann sé í landinu um tiltekna þætti. Hann getur stöðvað þöggun, hann getur verið í fararbroddi þess að hvetja til umræðu,“ sagði Davíð við opnun kosningaskrifstofu sinnar þann 13. maí síðastliðinn. Þá vaknar spurningin: Hvernig umræðu hefur ritstjórinn Davíð Oddsson staðið fyrir og átt frumkvæði að undanfarin ár? 

Stundin rifjaði upp sérkennilegustu leiðaraskrifin sem birst hafa í Morgunblaðinu í ritstjóratíð Davíðs Oddssonar. Skrifin eru nafnlaus en á ábyrgð beggja ritstjóranna, Davíðs og Haralds Johannessen. Þá eru margar greinanna skrifaðar með þeim hætti að auðveldlega má greina ritstíl Davíðs Oddssonar. 

 

1. Obama kallaður „múlatti“

Þann 28. júlí 2014 var fjallað um Barack Obama Bandaríkjaforseta í Reykjavíkurbréfi og hann kallaður „múlatti“. „Þar sem Obama er blökkumaður (múlatti raunar) var ljóst að af þeirri ástæðu einni myndi hugsanlegt kjör hans marka þáttaskil,“ stóð í bréfinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár