Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja að Ísland veiti miklu minni þróunaraðstoð en Alþingi samþykkti

Fjár­mála­áætl­un Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar fel­ur í sér fram­leng­ingu á stefnu rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins að því er varð­ar fram­lög Ís­lend­inga til þró­un­ar­sam­vinnu og geng­ur gegn þver­póli­tískri sátt sem náð­ist á Al­þingi ár­ið 2013.

Vilja að Ísland veiti miklu minni þróunaraðstoð en Alþingi samþykkti

Ísland verður áfram undir meðaltali OECD-ríkja og langt undir meðaltali Norðurlandanna að því er varðar framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum næstu fimm árin samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ætlar að reka sams konar stefnu og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að þessu leyti.

Árið 2013 náðist þverpólitísk sátt um aukin framlög til þróunarsamvinnu á Alþingi. 39 þingmenn úr öllum flokkum samþykktu þingsályktun þar sem mörkuð var sú stefna að árið 2019 rynnu 0,7% af vergum þjóðartekjum Íslendinga til þróunarmála. Þetta eru hátt í þrefalt hærri framlög en núverandi ríkisstjórn vill verja til málaflokksins árið 2019 og allt til ársins 2022.

Framlög Íslendinga til þróunarsamvinnu nema 0,25% af vergum þjóðartekjum á þessu ári og samkvæmt áætluninni munu þau nema 0,26% út áætlunartímabil fjármálaáætlunarinnar. Þetta eru sömu markmið og lagt var upp með í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra en jafnframt í takt við tillögur hagræðingarhóps síðustu ríkisstjórnar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, sem nú er utanríkisráðherra og fer með málefni þróunarsamvinnu, átti sæti í á síðasta kjörtímabili. Lagði hópurinn til að framlög til þróunarmála yrðu endurskoðuð og fallið yrði frá áformum um hækkun þeirra. 

 

Rósa Björk Brynjólfsdóttirþingkona Vinstri grænna

„Það er greinilegt að núverandi utanríkisráðherra Íslands er andstæðingur þróunarsamvinnu. Það er ekkert annað en hneykslanlegt en í algjöru samræmi við hugmyndir hans og Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingahópi ríkisstjórnar síðasta kjörtímabils,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna í samtali við Stundina.

„Það er samt enn sorglegra að Viðreisn og Björt framtíð skuli styðja þessar niðurskurðarhugmyndir til verkefna sem eiga að gagnast þeim allra fátækustu í heiminum. Það hlýtur að koma mörgum mjög á óvart.“

Í þingsályktuninni sem samþykkt var árið 2013 var sett fram áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á árunum 2013 til 2016. Vigdís Hauksdóttir var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn málinu og vakti atkvæði hennar mikla hneykslan.

Í áætluninni var lagt upp með að hlutfall þróunarframlaga, sem var 0,26% árið 2013, myndi hækka jafnt og þétt og nema 0,42% árið 2016. Með þessu móti gæti Ísland varið 0,7% af þjóðartekjum til þróunarmála árið 2019 í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna um framlög iðnríkja til málaflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar voru á meðal þeirra sem studdu og

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár