Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja að Ísland veiti miklu minni þróunaraðstoð en Alþingi samþykkti

Fjár­mála­áætl­un Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar fel­ur í sér fram­leng­ingu á stefnu rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins að því er varð­ar fram­lög Ís­lend­inga til þró­un­ar­sam­vinnu og geng­ur gegn þver­póli­tískri sátt sem náð­ist á Al­þingi ár­ið 2013.

Vilja að Ísland veiti miklu minni þróunaraðstoð en Alþingi samþykkti

Ísland verður áfram undir meðaltali OECD-ríkja og langt undir meðaltali Norðurlandanna að því er varðar framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum næstu fimm árin samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ætlar að reka sams konar stefnu og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að þessu leyti.

Árið 2013 náðist þverpólitísk sátt um aukin framlög til þróunarsamvinnu á Alþingi. 39 þingmenn úr öllum flokkum samþykktu þingsályktun þar sem mörkuð var sú stefna að árið 2019 rynnu 0,7% af vergum þjóðartekjum Íslendinga til þróunarmála. Þetta eru hátt í þrefalt hærri framlög en núverandi ríkisstjórn vill verja til málaflokksins árið 2019 og allt til ársins 2022.

Framlög Íslendinga til þróunarsamvinnu nema 0,25% af vergum þjóðartekjum á þessu ári og samkvæmt áætluninni munu þau nema 0,26% út áætlunartímabil fjármálaáætlunarinnar. Þetta eru sömu markmið og lagt var upp með í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra en jafnframt í takt við tillögur hagræðingarhóps síðustu ríkisstjórnar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, sem nú er utanríkisráðherra og fer með málefni þróunarsamvinnu, átti sæti í á síðasta kjörtímabili. Lagði hópurinn til að framlög til þróunarmála yrðu endurskoðuð og fallið yrði frá áformum um hækkun þeirra. 

 

Rósa Björk Brynjólfsdóttirþingkona Vinstri grænna

„Það er greinilegt að núverandi utanríkisráðherra Íslands er andstæðingur þróunarsamvinnu. Það er ekkert annað en hneykslanlegt en í algjöru samræmi við hugmyndir hans og Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingahópi ríkisstjórnar síðasta kjörtímabils,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna í samtali við Stundina.

„Það er samt enn sorglegra að Viðreisn og Björt framtíð skuli styðja þessar niðurskurðarhugmyndir til verkefna sem eiga að gagnast þeim allra fátækustu í heiminum. Það hlýtur að koma mörgum mjög á óvart.“

Í þingsályktuninni sem samþykkt var árið 2013 var sett fram áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á árunum 2013 til 2016. Vigdís Hauksdóttir var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn málinu og vakti atkvæði hennar mikla hneykslan.

Í áætluninni var lagt upp með að hlutfall þróunarframlaga, sem var 0,26% árið 2013, myndi hækka jafnt og þétt og nema 0,42% árið 2016. Með þessu móti gæti Ísland varið 0,7% af þjóðartekjum til þróunarmála árið 2019 í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna um framlög iðnríkja til málaflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar voru á meðal þeirra sem studdu og

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár