Ragnheiður Elín þáði boðsferð frá WOW air

Flaug til Banda­ríkj­anna í boði WOW vegna beiðn­ar frá flug­vell­in­um í Washingt­on. Flug­völl­ur­inn borg­aði hót­el í tvær næt­ur. Siða­regl­ur ráð­herra mæla gegn boðs­ferð­um.

Ragnheiður Elín þáði boðsferð frá WOW air
Siðareglur mæla gegn boðsferðum Siðareglur ráðherra mæla gegn því að þeir þiggi boðsferðir. Ragnheiður Elín Árnadóttir þáði slíka ferð frá flugfélaginu WOW um þar síðustu helgi. Hún sést hér ásamt Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW, og Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, klippa á borða á Keflavíkurflugvelli til að fagna nýju flugleiðinni til Washington.

Ragnheiður Elín Árnadóttir,  iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fór til Washingon-borgar í Bandaríkjunum í boði flugfélagsins WOW-air um síðustu helgi. Um var að ræða jómfrúarflug WOW til Baltimore Washington fugvallar. Flugfélagið greidd fyrir flugmiða ráðherrans en flugvöllurinn greiddi hótelkostnað ráðherrans í tvær nætur. Eiginmaður Ragnheiðar Elínar fór sömuleiðis með í ferðina og greiddi Ragnheiður Elín flugmiða hans. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa WOW air við fyrirspurn Stundarinnar um ferðina. 

Orðrétt segir í svarinu frá flugfélaginu: „WOW air greiddi fyrir flugmiða ráðherra og Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað í tvær nætur. Ragnheiður Elín borgaði flugið fyrir eiginmann sinn að öllu leiti sjálf með sínu persónulega kreditkorti. Það sama má segja með aðra boðsgesti en WOW air greiddi fyrir flugið en Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Boðsferðir

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár