Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fór til Washingon-borgar í Bandaríkjunum í boði flugfélagsins WOW-air um síðustu helgi. Um var að ræða jómfrúarflug WOW til Baltimore Washington fugvallar. Flugfélagið greidd fyrir flugmiða ráðherrans en flugvöllurinn greiddi hótelkostnað ráðherrans í tvær nætur. Eiginmaður Ragnheiðar Elínar fór sömuleiðis með í ferðina og greiddi Ragnheiður Elín flugmiða hans. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa WOW air við fyrirspurn Stundarinnar um ferðina.
Orðrétt segir í svarinu frá flugfélaginu: „WOW air greiddi fyrir flugmiða ráðherra og Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað í tvær nætur. Ragnheiður Elín borgaði flugið fyrir eiginmann sinn að öllu leiti sjálf með sínu persónulega kreditkorti. Það sama má segja með aðra boðsgesti en WOW air greiddi fyrir flugið en Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað.“
Athugasemdir