Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ragnheiður Elín þáði boðsferð frá WOW air

Flaug til Banda­ríkj­anna í boði WOW vegna beiðn­ar frá flug­vell­in­um í Washingt­on. Flug­völl­ur­inn borg­aði hót­el í tvær næt­ur. Siða­regl­ur ráð­herra mæla gegn boðs­ferð­um.

Ragnheiður Elín þáði boðsferð frá WOW air
Siðareglur mæla gegn boðsferðum Siðareglur ráðherra mæla gegn því að þeir þiggi boðsferðir. Ragnheiður Elín Árnadóttir þáði slíka ferð frá flugfélaginu WOW um þar síðustu helgi. Hún sést hér ásamt Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW, og Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, klippa á borða á Keflavíkurflugvelli til að fagna nýju flugleiðinni til Washington.

Ragnheiður Elín Árnadóttir,  iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fór til Washingon-borgar í Bandaríkjunum í boði flugfélagsins WOW-air um síðustu helgi. Um var að ræða jómfrúarflug WOW til Baltimore Washington fugvallar. Flugfélagið greidd fyrir flugmiða ráðherrans en flugvöllurinn greiddi hótelkostnað ráðherrans í tvær nætur. Eiginmaður Ragnheiðar Elínar fór sömuleiðis með í ferðina og greiddi Ragnheiður Elín flugmiða hans. Þetta kemur fram í svari frá upplýsingafulltrúa WOW air við fyrirspurn Stundarinnar um ferðina. 

Orðrétt segir í svarinu frá flugfélaginu: „WOW air greiddi fyrir flugmiða ráðherra og Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað í tvær nætur. Ragnheiður Elín borgaði flugið fyrir eiginmann sinn að öllu leiti sjálf með sínu persónulega kreditkorti. Það sama má segja með aðra boðsgesti en WOW air greiddi fyrir flugið en Baltimore Washington flugvöllur greiddi hótelkostnað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Boðsferðir

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár