Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, verður formaður flokksins á 145. löggjafarþingi sem sett verður á morgun. Um leið tekur Birgitta Jónsdóttir við þingflokksformennsku. Um er að ræða hefðbundna róteringu á hlutverkaskipan að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokknum.
„Formennskan hjá Pírötum er fyrst og fremst til þess að við getum haft aðstoðarmann í vinnu,“ segir Helgi í samtali við Stundina en samkvæmt reglum forsætisnefndar Alþingis eiga formenn flokka rétt á aðstoðarmanni sem fær þingfararkaup og skrifstofuaðstöðu í þinghúsinu.
Athugasemdir