Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hef­ur, fyr­ir hönd ann­ars sak­born­inga í Hlíða­mál­inu, kært aðra kon­una fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni og nauðg­un. Hann seg­ist bú­ast við breið­um stuðn­ingi frá Druslu­göng­unni og Stíga­mót­um.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Önnur kvennanna í Hlíðamálinu svokallaða hefur verið kærð fyrir kynferðislega áreitni og nauðgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga í fyrra málinu, en hann skrifaði kæruna fyrir hönd umbjóðanda síns, sem áður hafði sjálfur verið kærður fyrir nauðgun af sömu konu. „Nú býst hann bara við breiðum stuðningi Druslugöngunnar og Stígamóta og Beauty tips við þennan brotaþola í þessu kynferðisbrotamáli og fjöldamótmælum við lögreglustöðina yfir því að kærða hafi ekki verið hneppt í gæsluvarðhald,“ segir Vilhjálmur í samtali við Stundina. 

Kæran var send til lögreglu á sunnudag og afhent réttargæslumanni brotaþola á hádegi í dag. Í kærunni sem Vilhjálmur skrifaði er konunni gefið að sök að hafa áreitt manninn kynferðislega og síðan nauðgað honum þar sem hann lá uppi í rúmi í Hlíðunum, nær svefni en vöku með því að renna niður buxnaklaufinni á honum, taka getnaðarlim hans út og stinga honum upp í sig í nokkrar sekúndur. Í kærunni kemur fram að fólkið fór saman niður í bæ að loknu prófi við Háskólanum í Reykjavík. Í kærunni er konan einnig ásökuð um að hafa áreitt manninn kynferðislega allt kvöldið bæði með orðum og í verki. Þar kemur fram að á Slippbarnum hefði konan elt manninn inn á salerni þar sem hún er sögð hafa káfað á honum og sagst vilja hafa kynmök við hann. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að konan hafi farið með hinum manninum í Hlíðamálinu, sem hún kærði einnig fyrir nauðgun, í 10-11 og keypt sleipiefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár