Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hef­ur, fyr­ir hönd ann­ars sak­born­inga í Hlíða­mál­inu, kært aðra kon­una fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni og nauðg­un. Hann seg­ist bú­ast við breið­um stuðn­ingi frá Druslu­göng­unni og Stíga­mót­um.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Önnur kvennanna í Hlíðamálinu svokallaða hefur verið kærð fyrir kynferðislega áreitni og nauðgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga í fyrra málinu, en hann skrifaði kæruna fyrir hönd umbjóðanda síns, sem áður hafði sjálfur verið kærður fyrir nauðgun af sömu konu. „Nú býst hann bara við breiðum stuðningi Druslugöngunnar og Stígamóta og Beauty tips við þennan brotaþola í þessu kynferðisbrotamáli og fjöldamótmælum við lögreglustöðina yfir því að kærða hafi ekki verið hneppt í gæsluvarðhald,“ segir Vilhjálmur í samtali við Stundina. 

Kæran var send til lögreglu á sunnudag og afhent réttargæslumanni brotaþola á hádegi í dag. Í kærunni sem Vilhjálmur skrifaði er konunni gefið að sök að hafa áreitt manninn kynferðislega og síðan nauðgað honum þar sem hann lá uppi í rúmi í Hlíðunum, nær svefni en vöku með því að renna niður buxnaklaufinni á honum, taka getnaðarlim hans út og stinga honum upp í sig í nokkrar sekúndur. Í kærunni kemur fram að fólkið fór saman niður í bæ að loknu prófi við Háskólanum í Reykjavík. Í kærunni er konan einnig ásökuð um að hafa áreitt manninn kynferðislega allt kvöldið bæði með orðum og í verki. Þar kemur fram að á Slippbarnum hefði konan elt manninn inn á salerni þar sem hún er sögð hafa káfað á honum og sagst vilja hafa kynmök við hann. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að konan hafi farið með hinum manninum í Hlíðamálinu, sem hún kærði einnig fyrir nauðgun, í 10-11 og keypt sleipiefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu