Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hef­ur, fyr­ir hönd ann­ars sak­born­inga í Hlíða­mál­inu, kært aðra kon­una fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni og nauðg­un. Hann seg­ist bú­ast við breið­um stuðn­ingi frá Druslu­göng­unni og Stíga­mót­um.

Önnur konan í Hlíðamálinu kærð á móti fyrir nauðgun

Önnur kvennanna í Hlíðamálinu svokallaða hefur verið kærð fyrir kynferðislega áreitni og nauðgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga í fyrra málinu, en hann skrifaði kæruna fyrir hönd umbjóðanda síns, sem áður hafði sjálfur verið kærður fyrir nauðgun af sömu konu. „Nú býst hann bara við breiðum stuðningi Druslugöngunnar og Stígamóta og Beauty tips við þennan brotaþola í þessu kynferðisbrotamáli og fjöldamótmælum við lögreglustöðina yfir því að kærða hafi ekki verið hneppt í gæsluvarðhald,“ segir Vilhjálmur í samtali við Stundina. 

Kæran var send til lögreglu á sunnudag og afhent réttargæslumanni brotaþola á hádegi í dag. Í kærunni sem Vilhjálmur skrifaði er konunni gefið að sök að hafa áreitt manninn kynferðislega og síðan nauðgað honum þar sem hann lá uppi í rúmi í Hlíðunum, nær svefni en vöku með því að renna niður buxnaklaufinni á honum, taka getnaðarlim hans út og stinga honum upp í sig í nokkrar sekúndur. Í kærunni kemur fram að fólkið fór saman niður í bæ að loknu prófi við Háskólanum í Reykjavík. Í kærunni er konan einnig ásökuð um að hafa áreitt manninn kynferðislega allt kvöldið bæði með orðum og í verki. Þar kemur fram að á Slippbarnum hefði konan elt manninn inn á salerni þar sem hún er sögð hafa káfað á honum og sagst vilja hafa kynmök við hann. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að konan hafi farið með hinum manninum í Hlíðamálinu, sem hún kærði einnig fyrir nauðgun, í 10-11 og keypt sleipiefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár