Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ólafsson fer fram á endurupptöku á Al Thani málinu

Lög­mað­ur hans seg­ir Hæsta­rétt hafa far­ið manna­villt. Sak­sókn­ari sagði dóm­inn ekki standa og falla með einu sím­tali.

Ólafur Ólafsson fer fram á  endurupptöku á Al Thani málinu

Ólafur Ólafsson, sem afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Al Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verið tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar.

Í yfirlýsingu frá Þórólfi Jónssyni, lögmanni á Logos, segir að dómur Hæstaréttar hafi byggt á sönnunargögnum sem hafi verið ranglega metin. Er þar vísað í símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við Óla um tiltekna þætti viðskiptanna. Telja verjendur Ólafs að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðarsson lögmann, en Hæstiréttur taldi að vísað væri til Ólafs Ólafssonar.

Á þessum grunni óskar Ólafur eftir endurupptöku málsins. „Verjendur höfðu ekki tækifæri til þess að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið var ekki tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að vafi ríkti um þetta atriði og ekkert gaf til kynna að dómararnir skildu efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu,“ segir í yfirlýsingunni.

„Ég heiti Óli og ég er lögfræðingur“

Eiginkona Ólafs, Ingibjörg Kristjánsdóttir, reisti málið með aðsendri grein í Fréttablaðinu þar sem hún sagði Hæstarétt hafa farið mannavillt. Í kjölfarið sagði lögmaður Ólafs að næsta skref yrði að óska eftir endurupptöku á málinu, sem nú hefur verið gert. 

Eftir að grein Ingibjargar birtist í Fréttablaðinu náði dv.is tali af Ólafi Arinbirni og spurði hvort það væri rétt að hann væri þessi Óli sem vísað væri til í símtalinu: „Ég get eiginlega ekkert sagt þér um þetta, bara að ég heiti Óli og ég er lögfræðingur,“ var svar hans. 

Ólafur Arinbjörn, er líkt og Þórólfur lögmaður á Logos. Þriðji lögmaður Logos sem leikur lykilhlutverk í málinu, Bjarnfreður Ólafsson, steig þá fram í Viðskiptablaðinu og sagðist hafa verið að ræða um Ólaf Arinbjörn en ekki Ólaf Ólafsson í símtalinu. Í kjölfarið var Ólafur Arinbjörn inntur aftur eftir svörum, og nú í Fréttablaðinu. Hann sagði þá að hann hefði augljóslega ekki verið aðili að þessum símtölum: „En ef Bjarnfreður hefur sagt að hann hafi talað við mig þá er það væntanlega rétt.“

Saksóknari segir önnur gögn benda á sekt Ólafs

Saksóknari
Saksóknari Sagði fleiri gögn benda á aðkomu Ólafs Ólafssonar í Al Thani málinu þar sem sakborningar voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.

Í beiðni um endurupptöku kemur skýrt fram að lögmenn Ólafs líti svo á að dómur Hæstaréttar byggi á þeim upplýsingum sem vísað er til í umræddu símtali. Hafi dómurinn farið mannavillt sé hann fallinn. 

Björn Þorvaldsson hjá sérstökum saksóknara, flutti málið fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Hann sagði hins vegar í samtali við Stundina að greinilega væri um misskilning aðræða, í þessu símtali væri klárlega verið að vísa til Ólafs Ólafssonar. Jafnvel þótt svo væri ekki þá bentu önnur gögn á aðkomu Ólafs Ólafssonar. Dómurinn stæði ekki og félli með því. „Málið byggir ekki á þessu eina símtali, því fer fjarri. Það eru önnur símtöl, tölvupóstar, framburðir, margt sem bendir á hans aðkomu í málinu. Það eru nóg af gögnum sem liggja fyrir til að sakfella Ólaf Ólafsson,“ sagði saksóknari.

Dómur féll í febrúar

Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar. Þar var refsingin yfir Ólafi Ólafssyni þyngd, frá þremur og hálfu ári í Héraðsdómi upp í fjögur og hálft ár. Það sama átti við um dóm yfir Magnúsi Guðmundssyni sem fékk sömu refsingu. Dómur yfir Sigurði Einarssyni var hins vegar mildaður úr fimm árum í fjögur ár og fimm og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má staðfestur.

Hér að neðan má sjá rökstuðning fyrir endurupptökubeiðni, en þar segir að Ólafur sé þess fullviss að endurskoðun á þessum þætti muni leiða til þess að hann verði alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins eða að minnsta kosti að refsing hans verði milduð verulega.

Skjöl

Fréttatilkynning
Endurupptökubeiðni

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár