Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is held­ur áfram að gagn­rýna „ein­hliða um­ræðu“ um fá­tækt á Ís­landi. „Ég hafði vilja sjá sam­tal um mál­efni,“ skrif­ar Nichole Leigh Mosty.

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingkona Bjartrar framtíðar, gagnrýnir að Mikael Torfason rithöfundur hafi fengið „mikið svigrúm“ í Silfrinu til að tala um fátækt á Íslandi án þess að sjónarmið fleiri aðila kæmu fram. Hún segist frekar hefðu viljað sjá „samtal um málefni“.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nichole gagnrýnir fjölmiðla, en í janúar sagði hún í tölvupósti til Stundarinnar að hún hefði „lesið ótrúlegustu hluti í blöðum og netmiðlum“. Kallaði hún eftir vandaðri vinnubrögðum af hálfu fjölmiðla.

Málflutningur Mikaels Torfasonar í Silfrinu í gær hefur vakið mikla athygli. „Við búum bara ekki í sanngjörnu samfélagi þegar 370 þúsund krónur eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðings, þegar fólk á að lifa á örorku, sem er 129 og 180 þúsund á mánuð. Þegar við leggjumst á koddann í kvöld, þá eigum við að skammast okkar,“ sagði hann meðal annars.

Nichole gerir málið að umtalsefni á Facebook, en eins og Stundin greindi frá fyrr í dag telur hún að umræðan hafi verið einhliða. Nichole heldur þessu sjónarmiði til streitu og segist hefðu viljað að fleiri tækju þátt í umræðunni. Þá virðist henni ekki hafa þótt umræðan um fátækt málefnaleg. „Ég hafði vilja sjá samtal um málefni,“ skrifar Nichole. Hún segist hafa þurft að kynnast fátækt á eigin skinni þegar hún ólst upp í Bandaríkjunum. „Punktur er að ég var alls ekki að gera lítið úr umræður um fátæki og mundi aldrei gera það. Eins mikið og fólk vil mála mig svart...“

Hér má sjá færslu hennar í heild:

Uppfært 21. mars:

Nichole fjarlægði færsluna í gærkvöldi og eyddi skömmu síðar Facebook-síðu sinni. Hér má sjá skjáskot af textanum sem áður birtist þar:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár