Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Myndband sýnir mótmælendur dregna út úr innanríkisráðuneytinu

Hóp­ur fólks mót­mælti brott­vís­un Eze Oka­for og krafð­ist þess að fá að tala við Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Segja hana skor­ast und­an ábyrgð í mál­inu. Á mynd­bandi má sjá hvernig lög­reglu­menn drógu mót­mæl­end­ur úr and­dyri húss­ins við lok­un.

Myndband sýnir mótmælendur dregna út úr innanríkisráðuneytinu
Skrifstofustjóri og mótmælendur Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu, hlýddi á kröfur mótmælenda. Mynd: Paul Fontaine

Lögreglumenn drógu mótmælendur út úr innanríkisráðuneytinu fyrr í dag þegar þeir kröfðust þess að hitta Ólöfu Nordal ráðherra vegna brottflutnings Eze Okafor úr landi eftir fjögurra ára búsetu á Íslandi. Atburðinn má sjá á myndbandi neðar í fréttinni.

„Það er bara verið að gera allt til þess að fá Ólöfu [Nordal] til þess að gangast við þeirri ábyrgð sem hennar embætti á að bera og að hún feli sig ekki endalaust á bak við stofnanir sem heyra undir hennar embætti,“ segir Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur og talsmaður No Borders, í samtali við Stundina.

Meðlimir samtakanna og ýmsir aðrir mótmæltu brottvísun hælisleitandans Eze Okafor til Svíþjóðar harðlega í ráðuneytinu í dag. Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu, ræddi við mótmælendur og tók við kröfum þeirra eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

„Bring back Eze!“

Þeir stuðningsmenn Eze sem Stundin hefur rætt við eru óánægðir með viðbragðaleysi innanríkisráðuneytisins í málinu og það sem þau kalla algjöra þögn Ólafar Nordal innanríkisráðherra. „Við teljum mjög mikilvægt að hún fái ekki að fara í gegnum þetta allt saman í einhverri þögn og varpi síðan allri ábyrgð yfir á Útlendingastofnun,“ segir Hjalti Hrafn í samtali við Stundina. „Það hefur verið hennar háttur hingað til, hún bara lætur ekkert í sér heyra um mál, vill ekkert tala við neinn um þessi mál og þykist svo ekki bera neina ábyrgð á þeim,“ segir Hjalti og bætir við: „Hún verður bara að gjöra svo vel að gera það í þetta skipti.“

Sjá einnig: Hrópaði á Jesú meðan hann var tekinn lögreglutaki

Í óeirðargallanum
Í óeirðargallanum Lögreglumenn stóðu vaktina í óeirðargallanum eins og sjá má á þessari mynd.

„Hún bara lætur ekkert í sér heyra um mál, vill ekkert tala við neinn um þessi mál og þykist svo ekki bera neina ábyrgð á þeim“

Talið er að um sextíu manns hafi mótmælt þegar mest var. Mótmælendur hrópuðu ýmis slagorð, meðal annars „Bring back Eze!“ en það hefur orðið að einskonar slagorði þeirrar hreyfingar sem virðist vera að myndast í kring um málið. Mótmælin þróuðust síðar yfir í setuverkfall þar sem mótmælendur tóku sér sæti í anddyri ráðuneytisins og kröfðust þess að fá að ræða við ráðherra. Setuverkfallið stóð yfir þar til skrifstofum innanríkisráðuneytisins var lokað klukkan fjögur. Þá tóku lögreglumenn í óeirðarbúningum til við að hreinsa anddyri ráðuneytisins með því að draga fólk út með valdi og henda því út líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi sem Stundin birtir.

Þögul mótmæli á þingpöllum

Eze hefur verið gert að yfirgefa Svíþjóð ekki síðar en á morgun, miðvikudaginn 1. júní, en öll rök íslenskra yfirvalda byggja á því að Svíþjóð taki við honum og þar fái hann réttláta málsmeðferð. Eze óttast um líf sitt verði hann sendur aftur til Nígeríu en hann flúði þaðan árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram höfðu ráðist á hann og drepið bróður hans í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. „Þetta er bara spurning um einhverjar klukkustundir,“ segir Hjalti Hrafn sem bendir á að baráttan sem standi nú yfir geti hreinlega snúist um líf eða dauða Eze. Þetta sé ein ástæða þess að einhverjir hafi haldið mótmælunum áfram fyrir utan Alþingishúsið og farið upp á þingpalla.

Sjá einnig: Handtekinn, fluttur úr landi án fyrirvara og beittur ofbeldi þegar hann mótmælti

Spiluðu tónlist
Spiluðu tónlist Einhverjir mótmælendur spiluðu tónlist á meðan á mótmælunum stóð.

„Eftir að okkur var hent út úr ráðuneytinu með með valdi fórum við á þingpalla,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir, önnur þeirra kvenna sem handteknar voru í flugvél Icelandair þegar þær mótmæltu brottvísuninni, í samtali við Stundina. „Þar sátum við í þögn í rúman klukkutíma, eða þangað til klukkan 18:00 þegar atkvæðagreiðsla var að hefjast og þingmenn fóru að týnast í salinn. Þá stóðum við upp saman og gengum út eftir að eitt okkar hafði óskað þess við salinn að þingmenn myndu nýta fyrirspurnartíma á morgun til þess að spyrjast fyrir um vinnubrögð Útlendingastofnunar í máli Eze Okafor.“

Vinur Eze talar um dauðadóm

Reykjavik Grapevine fjallar um málið en þar er haft eftir vini Eze, sem er einnig frá Nígeríu að Eze bíði dauðadómur í Nígeríu. „Eze er að horfa fram á dauðarefsingu,“ sagði hann í anddyri innanríkisráðuneytisins. „Hann verður færður í hendur Boko Haram þegar hann kemur aftur til Nígeríu. Það er enginn friður í Nígeríu. Ég biðla til íslenskra stjórnvalda að koma með hann aftur hingað. Hann á ekki í útistöðum við neinn hér,“ sagði vinurinn sem líkti brottvísuninni við það dauðadóm.

Færð út með valdi
Færð út með valdi Mótmælendur sem höfðu tekið þátt í setuverkfalli voru teknir með valdi út úr anddyri ráðuneytisins.

„Það er margoft búið að reyna að ná tali af innanríkisráðherra, hún hefur ávallt neitað“

Sem fyrr segir stóð Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu, fyrir svörum og ræddi við mótmælendur fyrir hönd ráðuneytis og ráðherra. „Það er margoft búið að reyna að ná tali af innanríkisráðherra, hún hefur ávallt neitað,“ sagði einn mótmælenda í samtali við skrifstofustjórann fyrr í dag.

„Nú hef ég tekið við ykkar boðskap,“ svaraði Hermann en stuðningsmaður Eze greip fram í: „Já, það er ekki í fyrsta skiptið sem það hefur verið tekið á móti okkar boðskap og það eru aldrei nein svör eða úrræði. Við erum búin að fá leið á þessu.“

Þá var Hermann spurður hvort hann hefði einhver skilaboð frá Ólöfu og hann svaraði því neitandi. Jórunn Edda Helgadóttir, önnur þeirra kvenna sem handteknar voru í flugvél Icelandair þegar þær mótmæltu brottvísuninni, sagði að mótmælendur vildu eindregið hitta Ólöfu Nordal sjálfa þar sem skilaboð á milli mótmælenda og ráðherra, í gegnum hvers kyns milliliði, virtust sífellt fara forgörðum.

Rúmlega 1600 skora á Ólöfu

Óttast um líf sitt
Óttast um líf sitt Eze Okafor, hælisleitandi frá Nígeríu, var sendur út landi í síðustu viku. Hann óttast um líf sitt verði hann sendur aftur til Nígeríu líkt og sænsk yfirvöld fyrirhuga.

Mál Eze Okafor hefur vakið mikla athygli og verið mikið til umfjöllunar fjölmiðla síðustu daga. Bent hefur verið á að með henni sé Útlendingastofnuna að fara gegn fyrirmælum æðra stjórnvalds, kærunefndar útlendingamála.

„Úrskurði kærunefndar verður ekki hnekkt af Útlendingastofnun sem er lægra sett stjórnvald, það brýtur gegn íslenskri stjórnskipan,“ sagði Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Eze, í samtali við Stundina á miðvikudag. Útlendingastofnun hefur hafnað þessu og sakar Katrínu sem og fjölmiðla um rangfærslur, í tilkynningu á heimasíðu sinni. Er það álit stofnunarinnar að í úrskurðinum sé Eze einungis leiðbeint um að afla upplýsinga hjá Útlendingastofnun um það hvort fresturinn sé liðinn.

Það vakti mikla athygli þegar tvær konur mótmæltu brottvísun Eze í flugvél Icelandair með eftirminnilegum hætti. Hópur fólks hefur nú tekið sig saman og hafið söfnun til styrktar konunum tveimur, þeim Ragnheiði Freyju Kristínardóttur og Jórunni Eddu Helgadóttur, á söfnunarsíðunni Indiegogo. Þar segir að þær geti átt von á kostnaðarsömum réttarhöldum en í kæru sem lögregla hefur kynnt þeim og hyggst leggja fram í fjórum liðum er gefið til kynna að þær hafi reynt að taka stjórn flugvélarinnar. Refsiramminn fyrir þá grein felur í sér tveggja ára fangelsisdóm, hið minnsta.

Sjá einnig: Handteknar í flugvél: Þeir voru að leika sér að því að meiða mig

Mótmælendur ávörpuðu þingmenn í þingsal kl. 18:00 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu sem No Borders samtökin og Vinir Eze, sendu frá sér nú í kvöld. „Lagaleg staða Eze í Svíþjóð er sú að honum hefur verið neitað um málsmeðferð og sagt að hann verði sendur beint til Nígeríu við það fyrsta. Þetta undirstrikar ábyrgð íslenskra stjórnvalda þar sem mannréttindalög, þar á meðal Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu auk Samnings S.Þ. um pyntingar, kveða skýrt á um að ekki megi vísa einstakling til baka þangað sem líf einstaklings er ótryggt,“ segir í tilkynningunni. Þá undirstrika vinir Eze og No Borders Iceland  kröfu sína um að brottvísun verði dregin til baka og málsmeðferð Eze verði skoðuð.

1600 manns hafa skrifað undir áskorun á vefnum change.org þess efnis að Ólöf Nordal innanríkisráðherra beiti sér fyrir því að Eze Okafor fái að koma aftur til landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár