Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Davíð spáð sigri í Morgunblaðinu og varað við innihaldsleysi annarra

Morg­un­blað­ið birt­ir leið­ara, staksteina og skop­mynd til stuðn­ings Dav­íð Odds­syni, rit­stjóra blaðs­ins, sem verð­ur á kjör­seðl­in­um í for­seta­kosn­ing­un­um á morg­un. Dav­íð er spáð sigri í skop­mynd, Guðni Th. Jó­hann­es­son enn og aft­ur gagn­rýnd­ur fyr­ir af­stöðu sína í Ices­a­ve-mál­inu í stakstein­um og leið­ara­höf­und­ur seg­ir Dav­íð eina fram­bjóð­and­ann sem ekki hafi not­að „froðu al­manna­tengl­anna“.

Davíð spáð sigri í Morgunblaðinu og varað við innihaldsleysi annarra

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er studdur í skopmynd, leiðara og staksteinum blaðsins í dag vegna forsetakosninganna sem fara fram á morgun, og ítrekuð er gagnrýni á vinsælasta mótframbjóðanda hans, Guðna Th. Jóhannesson.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir það áhyggjuefni ef innihaldslaus skilaboð almannatengla séu farin að vega þungt í kosningum og jafnvel skyggja á það sem frambjóðendur standa fyrir í raun. Höfundur vitnar í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur héraðsdómslögmanns í Viðskiptablaðinu en hún segir að svo virðist sem flestir forsetaframbjóðendur hafi látið almannatengla ráða boðskap sínum. „Tveir frambjóðendur skera sig að nokkru leyti frá fyrrgreindum hópi; annars vegar Sturla Jónsson og hins vegar Davíð Oddsson,“ skrifar hún, en bætir við að Sturla telji meðal annars að forseti eigi að skipa ráðherra og leggja fram frumvörp til laga og því megi ráðgera að hæfilega skynsamlegt fólk kjósi ekki Sturlu. 

„Síðargreindi frambjóðandinn, Davíð Oddsson, býr vel að því að flestir þekkja hans sýn á stjórnskipan landsins og hvernig auka megi farsæld þeirra sem hér búa. Hann hefur verið staðfastur í þessari sýn um árabil og kjósendur mega vita að hverju þeir ganga verði hann forseti. Davíð hefur því blessunarlega ekki notað froðu almannatenglanna. Í ljósi valds forseta er það áhyggjuefni að stór hluti kjósenda virðist, samkvæmt skoðanakönnunum, gleypa alsælufroðuna. Sigurvegarar kosninganna verða því hugsanlega almannatenglar.“

Leiðarahöfundi Morgunblaðsins, fjölmiðlinum sem Davíð Oddsson ritstýrir, segir þetta umhugsunarverð sjónarmið. „Í kosningum þykir innihaldið yfirleitt skipta máli og í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við skiptir það verulegu máli í kosningum um forseta. Annað sem jafnan vegur þungt er reynsla frambjóðenda, hvað þeir hafa þurft að takast á við í störfum sínum í gegnum tíðina og hvort þeir hafa sýnt að þeir hafi burði til að takast á við mikla ábyrgð,“ segir í leiðara Morgunblaðsins.   

Skopmynd sýnir Davíð sigra 

Nafnlausi slúðurdálkurinn Staksteinar ber í dag fyrirsögnina „Afvegaleiddi forsetinn í Icesave?“ og fjallar um skrif Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings og forsetaframbjóðanda, um Ólaf Ragnar Grímsson og Icesave-málið. Þar á hann meðal annars að hafa haldið því fram að málflutningur Ólafs vegna Icesave hafi á stundum verið „afvegaleiðandi“. „Hvers vegna hefur Guðni lagt sig fram, bæði gagnvart íslenskum og erlendum lesendum, að gera hlut forseta Íslands í Icesave-málinu sem minnstan? Ólafur Ragnar barðist fyrir hagsmunum þjóðarinar, ólíkt Guðna sem lagðist á árar með vinstri stjórninni. Er það slæm samviska sem veldur því að sagnfræðingurinn hefur eftirá reynt að draga úr því sem vel var gert í Icesave-baráttunni? Hann hefur í það minnsta ekki enn getað útskýrt hvers vegna hann hefur gengið fram með þeim hætti sem raun ber vitni í Icesave-málinu og eftirleik þess,“ segir í Staksteinum dagsins. 

„Ólafur Ragnar barðist fyrir hagsmunum þjóðarinar, ólíkt Guðna“ 

Skopmynd Morgunblaðsins í dag sýnir íþróttafréttamanninn Guðmund Benediktsson lýsa lokasprettinum í kosningabaráttunni og ber Davíð Oddsson þar sigur úr býtum á lokametrunum. Davíð er með myndinni líkt við íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem náði eftirminnilega að tryggja sér sigur á lokamínútu leiksins á móti Austurríki á miðvikudag. 

Nafnlaus skrif Morgunblaðsins bergmála áherslur Davíðs

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Morgunblaðið rifjar upp gömul ummæli Guðna Th. í nafnlausum dálka- og leiðaraskrifum. Í byrjun júní var Morgunblaðinu frídreift á heimili landsmanna og ítrekað greint frá því að Guðni hafi notað orðalagið „fávís lýðurinn“ í fyrirlestri um Þorskastríðin árið 2013 í Háskólanum á Bifröst. Skrifin ríma vel við áherslur ritstjórans í kosningabaráttunni en hann hefur ítrekað notað þessi tvö atriði, ummælin um „fávísa lýðinn“ og afstöðu Guðna til Icesave málsins, til að koma á höggi á Guðna. Í kappræðum á Stöð 2 í gær sagði Davíð meðal annars það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð meðal annars. 

Ritstjórinn í sumarleyfi

Davíð Oddsson er í sumarleyfi frá starfi sínu sem ritstjóri Morgunblaðsins í baráttu sinni fyrir forsetakosningarnar en hyggst snúa strax aftur, verði hann ekki kjörinn forseti á morgun.

Náin tengsl eru milli framboðs Davíðs og útgáfufélags Morgunblaðsins. Í kosningateymi eru blaðamaður Morgunblaðsins, Laufey Rún Ketilsdóttir, og stjórnarmaður í útgáfufélaginu Árvakri, Friðbjörn Orri Ketilsson. Laufey safnaði meðal annars undirskriftum fyrir framboð Davíðs á ritstjórnarskrifstofum blaðsins.

Aðrir áhrifamenn tengjast framboði Davíðs. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365 miðla, og athafna- og sjálfstæðismaðurinn Eyþór Arnalds, sitja báðir í stjórn félags sem heldur utan um framboð Davíðs. Þá er Erla Gunnlaugsdóttir, fjölmiðlafulltrúi framboðsins, dóttir fulltrúa eins helsta eiganda Árvakurs, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár