Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Davíð spáð sigri í Morgunblaðinu og varað við innihaldsleysi annarra

Morg­un­blað­ið birt­ir leið­ara, staksteina og skop­mynd til stuðn­ings Dav­íð Odds­syni, rit­stjóra blaðs­ins, sem verð­ur á kjör­seðl­in­um í for­seta­kosn­ing­un­um á morg­un. Dav­íð er spáð sigri í skop­mynd, Guðni Th. Jó­hann­es­son enn og aft­ur gagn­rýnd­ur fyr­ir af­stöðu sína í Ices­a­ve-mál­inu í stakstein­um og leið­ara­höf­und­ur seg­ir Dav­íð eina fram­bjóð­and­ann sem ekki hafi not­að „froðu al­manna­tengl­anna“.

Davíð spáð sigri í Morgunblaðinu og varað við innihaldsleysi annarra

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er studdur í skopmynd, leiðara og staksteinum blaðsins í dag vegna forsetakosninganna sem fara fram á morgun, og ítrekuð er gagnrýni á vinsælasta mótframbjóðanda hans, Guðna Th. Jóhannesson.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir það áhyggjuefni ef innihaldslaus skilaboð almannatengla séu farin að vega þungt í kosningum og jafnvel skyggja á það sem frambjóðendur standa fyrir í raun. Höfundur vitnar í grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur héraðsdómslögmanns í Viðskiptablaðinu en hún segir að svo virðist sem flestir forsetaframbjóðendur hafi látið almannatengla ráða boðskap sínum. „Tveir frambjóðendur skera sig að nokkru leyti frá fyrrgreindum hópi; annars vegar Sturla Jónsson og hins vegar Davíð Oddsson,“ skrifar hún, en bætir við að Sturla telji meðal annars að forseti eigi að skipa ráðherra og leggja fram frumvörp til laga og því megi ráðgera að hæfilega skynsamlegt fólk kjósi ekki Sturlu. 

„Síðargreindi frambjóðandinn, Davíð Oddsson, býr vel að því að flestir þekkja hans sýn á stjórnskipan landsins og hvernig auka megi farsæld þeirra sem hér búa. Hann hefur verið staðfastur í þessari sýn um árabil og kjósendur mega vita að hverju þeir ganga verði hann forseti. Davíð hefur því blessunarlega ekki notað froðu almannatenglanna. Í ljósi valds forseta er það áhyggjuefni að stór hluti kjósenda virðist, samkvæmt skoðanakönnunum, gleypa alsælufroðuna. Sigurvegarar kosninganna verða því hugsanlega almannatenglar.“

Leiðarahöfundi Morgunblaðsins, fjölmiðlinum sem Davíð Oddsson ritstýrir, segir þetta umhugsunarverð sjónarmið. „Í kosningum þykir innihaldið yfirleitt skipta máli og í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við skiptir það verulegu máli í kosningum um forseta. Annað sem jafnan vegur þungt er reynsla frambjóðenda, hvað þeir hafa þurft að takast á við í störfum sínum í gegnum tíðina og hvort þeir hafa sýnt að þeir hafi burði til að takast á við mikla ábyrgð,“ segir í leiðara Morgunblaðsins.   

Skopmynd sýnir Davíð sigra 

Nafnlausi slúðurdálkurinn Staksteinar ber í dag fyrirsögnina „Afvegaleiddi forsetinn í Icesave?“ og fjallar um skrif Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings og forsetaframbjóðanda, um Ólaf Ragnar Grímsson og Icesave-málið. Þar á hann meðal annars að hafa haldið því fram að málflutningur Ólafs vegna Icesave hafi á stundum verið „afvegaleiðandi“. „Hvers vegna hefur Guðni lagt sig fram, bæði gagnvart íslenskum og erlendum lesendum, að gera hlut forseta Íslands í Icesave-málinu sem minnstan? Ólafur Ragnar barðist fyrir hagsmunum þjóðarinar, ólíkt Guðna sem lagðist á árar með vinstri stjórninni. Er það slæm samviska sem veldur því að sagnfræðingurinn hefur eftirá reynt að draga úr því sem vel var gert í Icesave-baráttunni? Hann hefur í það minnsta ekki enn getað útskýrt hvers vegna hann hefur gengið fram með þeim hætti sem raun ber vitni í Icesave-málinu og eftirleik þess,“ segir í Staksteinum dagsins. 

„Ólafur Ragnar barðist fyrir hagsmunum þjóðarinar, ólíkt Guðna“ 

Skopmynd Morgunblaðsins í dag sýnir íþróttafréttamanninn Guðmund Benediktsson lýsa lokasprettinum í kosningabaráttunni og ber Davíð Oddsson þar sigur úr býtum á lokametrunum. Davíð er með myndinni líkt við íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem náði eftirminnilega að tryggja sér sigur á lokamínútu leiksins á móti Austurríki á miðvikudag. 

Nafnlaus skrif Morgunblaðsins bergmála áherslur Davíðs

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Morgunblaðið rifjar upp gömul ummæli Guðna Th. í nafnlausum dálka- og leiðaraskrifum. Í byrjun júní var Morgunblaðinu frídreift á heimili landsmanna og ítrekað greint frá því að Guðni hafi notað orðalagið „fávís lýðurinn“ í fyrirlestri um Þorskastríðin árið 2013 í Háskólanum á Bifröst. Skrifin ríma vel við áherslur ritstjórans í kosningabaráttunni en hann hefur ítrekað notað þessi tvö atriði, ummælin um „fávísa lýðinn“ og afstöðu Guðna til Icesave málsins, til að koma á höggi á Guðna. Í kappræðum á Stöð 2 í gær sagði Davíð meðal annars það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð meðal annars. 

Ritstjórinn í sumarleyfi

Davíð Oddsson er í sumarleyfi frá starfi sínu sem ritstjóri Morgunblaðsins í baráttu sinni fyrir forsetakosningarnar en hyggst snúa strax aftur, verði hann ekki kjörinn forseti á morgun.

Náin tengsl eru milli framboðs Davíðs og útgáfufélags Morgunblaðsins. Í kosningateymi eru blaðamaður Morgunblaðsins, Laufey Rún Ketilsdóttir, og stjórnarmaður í útgáfufélaginu Árvakri, Friðbjörn Orri Ketilsson. Laufey safnaði meðal annars undirskriftum fyrir framboð Davíðs á ritstjórnarskrifstofum blaðsins.

Aðrir áhrifamenn tengjast framboði Davíðs. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365 miðla, og athafna- og sjálfstæðismaðurinn Eyþór Arnalds, sitja báðir í stjórn félags sem heldur utan um framboð Davíðs. Þá er Erla Gunnlaugsdóttir, fjölmiðlafulltrúi framboðsins, dóttir fulltrúa eins helsta eiganda Árvakurs, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu