Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning um byggingu 120 þúsund tonna álvers nærri Skagaströnd í samstarfi við kínverska aðila.
Samningurinn kemur í kjölfar þingsályktunartillögu um að koma á „samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með uppbyggingu orkufreks iðnaðar,“ eins og segir í fréttatilkynningu.
Ekki næg orka til fyrir aukna stóriðju
Í tilkynningunni frá sveitarfélögum, sem send var á fjölmiðla rétt í þessu, kemur fram að kynningarfundur verði haldinn í Skagabyggð í byrjun júlí.
Fram hefur komið í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að reisa þurfi nýjar virkjanir ef sinna eigi frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þegar hefur komið fram að fyrirhugað er að reisa kísilverksmiðju við Keflavík, en ekki hefur verið útveguð orka fyrir þá starfsemi.
Athugasemdir