Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Málefni Seðlabankans færð úr ráðuneyti Benedikts – verða áfram hjá Bjarna

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, mun ekki fara með mál­efni Seðla­bank­ans í nýrri rík­is­stjórn þrátt fyr­ir að hann gegni embætti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í kosn­inga­bar­áttu sinni lagði Við­reisn mikla áherslu á mynt- og pen­inga­mál og ann­að sem varð­ar Seðla­bank­ann.

Málefni Seðlabankans færð úr ráðuneyti Benedikts – verða áfram hjá Bjarna

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mun ekki fara með málefni Seðlabankans í nýrri ríkisstjórn þrátt fyrir að gegna embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt forsetaúrskurði sem kveðinn var upp í dag færast málefni Seðlabanka Íslands frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfir til forsætisráðuneytisins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar mun því áfram hafa þau málefni á sinni könnu. 

Í kosningabaráttu sinni lagði Viðreisn mikla áherslu á mynt- og peningamál og annað sem varðar Seðlabankann með beinum hætti. Samkvæmt forsetaúrskurðinum virðist ný ríkisstjórn hafa komið sér saman um að Sjálfstæðisflokkurinn fari með þann málaflokk en ekki Viðreisn. 

Í efnahagsstefnu Viðreisnar er boðað að stofnað verði myntráð og horfið frá núverandi peningastefnu. „Tekið verði upp myntráð í stað núverandi peningastefnu, hliðstætt því sem tíðkast í fjölmörgum smærri ríkjum. Upptaka myntráðs mun skapa varanlegan gengisstöðugleika, draga verulega úr vaxtamun við útlönd og skapa forsendur langvarandi verðstöðugleika, til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulíf,“ segir í stefnunni. 

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er engu slegið föstu um stofnun myntráðs en fyrirheit gefin um að forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands verði endurmetnar og málið sett í nefnd. „Ráðherranefnd mun hafa samráð við þingflokka og starfa náið með Seðlabanka Íslands, aðilum vinnumarkaðarins og utanaðkomandi sérfræðingum, eftir atvikum á vettvangi Þjóðhagsráðs. Byggt verður á niðurstöðum skýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2012 um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Þar var meðal annars lagt mat á framkvæmd verðbólgumarkmiðs, myntráð, fastgengisstefnu og ýmsa aðra kosti. Niðurstöður vinnunnar liggi fyrir á fyrsta starfsári,“ segir í stjórnarsáttmálanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár