Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Maggi á Texasborgurum í forsetaframboð - býður hamborgara fyrir meðmæli

Enn bæt­ist í hóp for­setafram­bjóð­enda. Nýj­asti boð­aði fram­bjóð­and­inn ætl­ar að bjóða upp á ham­borg­ara fyr­ir með­mæli.

Maggi á Texasborgurum í forsetaframboð - býður hamborgara fyrir meðmæli

„Ég sá mér leik á borði,“ segir Maggi á Texasborgurum, fullu nafni Magnús Ingi Magnússon, sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Magnús bætist í hóp sem telur á annan tug manns sem vill verða forseti Íslands í komandi kosningum í júní.

„Það eru svo margir frambjóðendur frambærilegir að bjóða það sama.
Ég til mig eiga jafna möguleika og þeir sem hafa boðið sig fram.
Það er enginn ofursterkur eða neinn með eitthvað batterí á bakvið sig, eins og Þóra [Arnórsdóttir] seinast,“ útskýrir Maggi, um aðdragandann.

Gefur hamborgara

Maggi þarf 1.500 undirskriftir til að öðlast kjörgengi sem forseti, en hann ætlar að beita helsta vopni sínu í þeirri baráttu.

Maggi ætlar að bjóða upp á frían hamborgara og franskar í skiptum fyrir meðmæli á veitingastaðnum sínum, Texasborgurum. „Svoleiðis ætla ég að safna meðmælendum,“ segir hann. 

Hann kveðst ekki óttast að verða gagnrýndur fyrir að múta fólki fyrir meðmæli.

„Er ég að borga þeim? Ég er að bjóða þeim upp á hamborgara. Fólk er nú að gefa á kosningaskrifstofunum kaffi og með því. Ég hlýt að mega bjóða fólki upp á hamborgara. Ég sé engan mun þarna á milli, nema þetta er bara veglegra,“ segir hann.

Það atvik varð í Kolaportinu um helgina að Guðmundur Franklín Jónsson, annar forsetaframbjóðandi, bað Magga um að skrifa undir meðmæli fyrir forsetaframboð hans, en fékk synjun á grundvelli yfirvofandi forsetaframboðs Magga sjálfs.

Eftirfarandi einstaklingar hafa boðað framboð til forseta:

Ari Jósepsson, youtube-listamaður
Andri Snær Magnason rithöfundur
Ástþór Magnússon athafnamaður
Benedikt Kristján Mewes mjólkurfræðingur
Bæring Ólafsson forstjóri
Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur
Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður
Guðrún Margrét Pálsdóttir
Halla Tómasdóttir athafnakona
Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur
Hildur Þórðardóttir, heilari og þjóðfræðingur
Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi
Sturla Jónsson bílstjóri
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur

Fréttatilkynning Magga á Texasborgurum:

Ég, undirritaður, Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands og tel mig þannig geta gert gagn og komið mörgu góðu til leiðar. Í þessu embætti er hægt að vinna að hagsmunum heildarinnar þvert á alla flokka, valdablokkir og hagsmunaöfl. Ég hef vilja og dug til að leiða fólk saman og þykir vænt um land okkar og þjóð.

Hér fyrir neðan geri ég grein fyrir þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, bakgrunni mínum og því sem ég stend fyrir.

Ég fæddist árið 1960 og hlaut heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili.

Ég bý að góðri menntun og reynslu frá Íslandi, hef rekið mitt eigið fyrirtæki í langan tíma og verið í sambandi við fjöldann allan af góðu fólki í gegnum tíðina.

Ég er kvæntur til tíu ára Analisa Montecello frá Filippseyjum.

Ég er trúaður kristinn maður og ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum. Eiginkona mín er kaþólskrar trúar.

Ég er ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki og hef kosið eftir sannfæringu hverju sinni.

Ég vil jafnrétti kvenna og karla og vil vinna að jafnrétti fyrir alla.
Ég vil að við tökum vel á móti öllu erlendu fólki sem hingað kemur og að við komum fram við það af virðingu.

Ég er fylgjandi öflugu velferðarkerfi og vil efla heilbrigðiskerfið. Ég er hlynntur einkavæðingu samhliða ríkisreknu heilbrigðiskerfi.

Ég er fylgjandi öflugu menntakerfi með áherslu á sköpun og frumkvæði þar sem allir hafa jöfn tækifæri á öllum sviðum samfélags okkar.
Ég er fylgjandi skýrum leikreglum sem gera okkur kleift að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum athafnafrelsi innan skýrs ramma. Ég tel slíkt athafnafrelsi og sköpunargleði vera forsendu framfara í okkar samfélagi. 

Ég er meðmæltur því að virkja auðlindir þjóðarinnar. Við verðum að komast að samkomulagi um hvaða orkulindir á að virkja og hverjar á að vernda. Þetta samkomulag verður að vinna af heilindum og með víðtækri framtíðarsýn.

Ég hef ekki áhuga á inngöngu Íslands í Evrópusambandið en er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp viðræður við sambandið.

Ég er fylgjandi skýrum leikreglum og vil að Bessastaðir séu vettvangur umræðu og farvegur fyrir vilja þjóðarinnar. Ég tel því mikilvægt að fá niðurstöðu í stjórnarskrármálin.

Ég á ekki peninga á aflandseyjum og skattaskjólum.

Ég tala og skil ensku, dönsku, sænsku og norsku.

Áhugamál mín eru matur, ferðalög innanlands og erlendis, myndlist, tónlist, mótorhjólaferðir og samneyti við góða vini og vinahópa.

Ég er stoltur af minni ferilskrá. Mér hefur auðnast að framkvæma margt og hef starfað með góðu fólki hér heima og erlendis.

Ég hef starfað mikið úti á landi, t.d. í Munaðarnesi í Borgarfirði, Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi og Laugum í Þingeyjarsýslu.

Svo hef ég ferðast mikið um landið allt og tekið upp þætti í Eldhúsi meistaranna á ÍNN og kynnst skemmtilegu fólki.

Ég er matreiðslumeistari og veitingamaður. Sautján ára fór ég í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns. Vann á millilandaskipum áður en ég fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann ég á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Fór til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Starfaði á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin hef ég svo rekið Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Árum saman hef ég haldið úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið er afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tek ég menn tali sem eru tengdir mat allsstaðar að af landinu og eru þættirnir orðnir um 300 talsins.

Ég hyggst fjármagna mitt framboð sjálfur en tek á móti framlögum ef einhverjir vilja styrkja mig samkvæmt þeim reglum sem um það gilda.
Meðmælalistar liggja frammi á Texasborgurum. Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið. Allir eru velkomnir og ég hvet landsbyggðarfólk sérstaklega til að koma við á Texasborgurum þegar það á leið í bæinn. Skilyrði fyrir undirskrift á meðmælalista er að vera íslenskur ríkisborgari og hafa gild skilríki meðferðis.

Virðingarfyllst,
Magnús Ingi Magnússon

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár