Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögmaður ósáttur: Alltof mikil umræða um kynferðisbrot á Íslandi

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­mað­ur tel­ur að um­ræð­an um kyn­ferð­is­brot á Ís­landi sé „alltof mik­il“ og að þeir sem lýsi sig ósam­mála Stíga­mót­um séu út­hróp­að­ir.

Lögmaður ósáttur: Alltof mikil umræða um kynferðisbrot á Íslandi
Ósáttur við umræðu um kynferðisbrot Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í viðtali við Hæpið á RÚV. Mynd: RÚV

Alltof mikil umræða er um kynferðisbrot á Íslandi, að mati lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Vilhjálmur var einn af viðmælendum í þættinum Hæpið á RÚV í gærkvöldi, þar sem fjallað var um kynfrelsi og kynferðisbrot. Hann telur að þeir sem séu ósammála Stígamótum verði fyrir „úthrópun“. 

„Ég held að réttarkerfið á Íslandi í kynferðisbrotamálum, að það virki mjög vel. Sérstaklega fyrir brotaþola. Það er mikil og opin umræða um kynferðisbrotamál á Íslandi. Og raunar alltof mikil á köflum, að mínu mati. Það er að segja að maður opnar varla fjölmiðil á Íslandi í dag án þess að það sé verið að ræða kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað. Og vandamálið við umræðuna er að mínu mati það að það eru þarna ákveðnir hópar sem telja sig vera eigendur þessarar umræðu, og ef það sem sagt er er ekki algerlega í samræmi við þá stefnu sem þessir hópar hafa, svo sem Stígamót, þá eru þeir sem leyfa sér að vera á öndverðri skoðun oft á tíðum úthrópaðir karlrembur eða stuðningsmenn kynferðisbrota, eða eitthvað þaðan af verra, og það tel ég afskaplega slæmt.“

Lögmaður kærðra í kynferðisbrotamálum

Vilhjálmur hefur meðal annars verið verjandi manna sem kærðir hafa verið fyrir kynferðisbrot. Um miðjan október féll dómur í máli þar sem hann varði mann sem dæmdur var til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að beita konu ólögmætri nauðung vegna aðstöðumunar og nýtt sér andlega og líkamlega yfirburði til að eiga kynferðismök við hana. Þá varði hann mann sem dæmdur var fyrir tvö kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku, en dómur féll í Hæstarétti í byrjun mánaðar. 

Vilhjálmur hefur einnig sérhæft sig í meiðyrðamálum og meðal annars varað meinta brotaþola við því að tjá sig um meinta gerendur opinberlega með tilkynningum um málsókn. Hann sendi meðal annars málshöfðunarhótun á Akureyri vikublað í byrjun árs, vegna frásagnar ungrar konu af meintum kynferðisbrotum í Grímsey.

Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, sem hefur greint frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur áratugum, er ein þeirra sem gagnrýna viðhorf Vilhjálms á Facebook.

„Ég snarlega hætti að borða og fékk sting í magann. Sérlega fyrir hönd þeirra sem hafa lent í því að réttarkerfið hafnaði þeim. Og að láta út úr sér að það hafi verið of mikið af umræðunni fær mig til að vilja auka enn meira á hana,“ skrifaði hún.

Önnur, sem stefndi manni fyrir tælingu, segist hafa hlegið. „Það að hann hafi sagt að kerfið virkar vel fyrir brotaþola fékk mig til þess að hlæja. Af hverju? Jú, því hann er lögfræðingur [fyrir] þann [sem] ég stefndi fyrir tælingu.“

Sakfellt í miklum minnihluta mála
Sakfellt í miklum minnihluta mála Samkvæmt rannsókn EDDA center of excellence var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrota árin 2008 og 2009.

Aðeins tíunda hvert tilfelli leiðir til dóms

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hildar Fjólu Antonsdóttur og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur sem unnin var fyrir EDDU, Center of Excellence, á einkennum og meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins árin 2008 og 2009 nást sakfellingar í algerum minnihluta kærðra kynferðisbrota. Af 189 tilkynningum og kærum sem bárust lögreglunni stóðu eftir 23 mál þar sem sakfelling fékkst. Það jafngildir því að í rétt rúmlega tíunda hvert atvik, sem meintur brotaþoli lítur á sem kynferðisbrot gegn sér, upplifir meintur brotaþoli réttlæti að eigin mati. 12,2% slíkra lauk með sakfellingu geranda. 
Í flestum tilfellum voru málin felld niður hjá ríkissaksóknara, eða 57 mál af 189. Þá var rannnsókn hætt af lögreglu í 31 máli. Ákæra var gefin út í 31 tifelli. Í minnihluta mála sem rötuðu fyrir dóm var meintur gerandi sýknaður, eða í 8 tilfellum af 31.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár