Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögmaður ósáttur: Alltof mikil umræða um kynferðisbrot á Íslandi

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­mað­ur tel­ur að um­ræð­an um kyn­ferð­is­brot á Ís­landi sé „alltof mik­il“ og að þeir sem lýsi sig ósam­mála Stíga­mót­um séu út­hróp­að­ir.

Lögmaður ósáttur: Alltof mikil umræða um kynferðisbrot á Íslandi
Ósáttur við umræðu um kynferðisbrot Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í viðtali við Hæpið á RÚV. Mynd: RÚV

Alltof mikil umræða er um kynferðisbrot á Íslandi, að mati lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Vilhjálmur var einn af viðmælendum í þættinum Hæpið á RÚV í gærkvöldi, þar sem fjallað var um kynfrelsi og kynferðisbrot. Hann telur að þeir sem séu ósammála Stígamótum verði fyrir „úthrópun“. 

„Ég held að réttarkerfið á Íslandi í kynferðisbrotamálum, að það virki mjög vel. Sérstaklega fyrir brotaþola. Það er mikil og opin umræða um kynferðisbrotamál á Íslandi. Og raunar alltof mikil á köflum, að mínu mati. Það er að segja að maður opnar varla fjölmiðil á Íslandi í dag án þess að það sé verið að ræða kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað. Og vandamálið við umræðuna er að mínu mati það að það eru þarna ákveðnir hópar sem telja sig vera eigendur þessarar umræðu, og ef það sem sagt er er ekki algerlega í samræmi við þá stefnu sem þessir hópar hafa, svo sem Stígamót, þá eru þeir sem leyfa sér að vera á öndverðri skoðun oft á tíðum úthrópaðir karlrembur eða stuðningsmenn kynferðisbrota, eða eitthvað þaðan af verra, og það tel ég afskaplega slæmt.“

Lögmaður kærðra í kynferðisbrotamálum

Vilhjálmur hefur meðal annars verið verjandi manna sem kærðir hafa verið fyrir kynferðisbrot. Um miðjan október féll dómur í máli þar sem hann varði mann sem dæmdur var til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að beita konu ólögmætri nauðung vegna aðstöðumunar og nýtt sér andlega og líkamlega yfirburði til að eiga kynferðismök við hana. Þá varði hann mann sem dæmdur var fyrir tvö kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku, en dómur féll í Hæstarétti í byrjun mánaðar. 

Vilhjálmur hefur einnig sérhæft sig í meiðyrðamálum og meðal annars varað meinta brotaþola við því að tjá sig um meinta gerendur opinberlega með tilkynningum um málsókn. Hann sendi meðal annars málshöfðunarhótun á Akureyri vikublað í byrjun árs, vegna frásagnar ungrar konu af meintum kynferðisbrotum í Grímsey.

Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, sem hefur greint frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur áratugum, er ein þeirra sem gagnrýna viðhorf Vilhjálms á Facebook.

„Ég snarlega hætti að borða og fékk sting í magann. Sérlega fyrir hönd þeirra sem hafa lent í því að réttarkerfið hafnaði þeim. Og að láta út úr sér að það hafi verið of mikið af umræðunni fær mig til að vilja auka enn meira á hana,“ skrifaði hún.

Önnur, sem stefndi manni fyrir tælingu, segist hafa hlegið. „Það að hann hafi sagt að kerfið virkar vel fyrir brotaþola fékk mig til þess að hlæja. Af hverju? Jú, því hann er lögfræðingur [fyrir] þann [sem] ég stefndi fyrir tælingu.“

Sakfellt í miklum minnihluta mála
Sakfellt í miklum minnihluta mála Samkvæmt rannsókn EDDA center of excellence var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrota árin 2008 og 2009.

Aðeins tíunda hvert tilfelli leiðir til dóms

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hildar Fjólu Antonsdóttur og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur sem unnin var fyrir EDDU, Center of Excellence, á einkennum og meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins árin 2008 og 2009 nást sakfellingar í algerum minnihluta kærðra kynferðisbrota. Af 189 tilkynningum og kærum sem bárust lögreglunni stóðu eftir 23 mál þar sem sakfelling fékkst. Það jafngildir því að í rétt rúmlega tíunda hvert atvik, sem meintur brotaþoli lítur á sem kynferðisbrot gegn sér, upplifir meintur brotaþoli réttlæti að eigin mati. 12,2% slíkra lauk með sakfellingu geranda. 
Í flestum tilfellum voru málin felld niður hjá ríkissaksóknara, eða 57 mál af 189. Þá var rannnsókn hætt af lögreglu í 31 máli. Ákæra var gefin út í 31 tifelli. Í minnihluta mála sem rötuðu fyrir dóm var meintur gerandi sýknaður, eða í 8 tilfellum af 31.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár