Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband

Sádi-ar­ab­ísk leyniskjöl greina frá sam­skipt­um for­seta Ís­lands og sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti er sagð­ur hafa hrós­að Sádi-Ar­ab­íu og far­ið fram á nán­ara sam­band þjóð­anna. Síð­ar til­kynnti sendi­herra um millj­ón doll­ara fram­lag til bygg­ing­ar mosku eft­ir fund með Ólafi.

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband
Ólafur Ragnar með sendiherra Sádí-Arabíu Á fundi forseta Íslands með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum, var tilkynnt að Sádi-Arabía myndi leggja milljón Bandaríkjadala, eða rúmlega 130 milljónir króna, í byggingu mosku í Reykjavík. Mynd: Forseti.is

Skjöl frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem staðsett er í Stokkhólmi, varpa ljósi á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta með sendiherra Sádi-Arabíu, þar sem Ólafur Ragnar þrýstir á um nánara samband þjóðanna og hrósar Sádi-Arabíu, sem er eitt af tólf verstu löndum heims þegar tekið er tillit til mannréttinda og frelsis.

Wikileaks birti skjölin á föstudag. Julian Assange, talsmaður Wikileaks, sagði að ástæðan fyrir birtingu leyniskjalanna væri að varpa ljósi á framferði eins mesta einræðisríkis heims sem einkennist af leyndarhyggju, ofríki og ógn.

„Sáda-skjölin varpa ljósi á einveldi sem er í vaxandi mæli mistækt og hjúpað leynd. Það hefur ekki aðeins fagnað sinni hundruðustu afhöfðun á þessu ári, heldur er það auk þess orðið ógnvaldur gagnvart nágrönnum sínum og sjálfu sér,“ sagði Assange í fréttatilkynningu vegna birtinga skjalanna.

Í skjölunum kemur fram á margvíslegan hátt hvernig konungdæmið notar olíuauð sinn til þess að hafa áhrif á atburði og umræðu í Miðausturlöndum, Afríku og víðar. Ísland kemur einnig fyrir í skjölunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár