Skjöl frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem staðsett er í Stokkhólmi, varpa ljósi á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta með sendiherra Sádi-Arabíu, þar sem Ólafur Ragnar þrýstir á um nánara samband þjóðanna og hrósar Sádi-Arabíu, sem er eitt af tólf verstu löndum heims þegar tekið er tillit til mannréttinda og frelsis.
Wikileaks birti skjölin á föstudag. Julian Assange, talsmaður Wikileaks, sagði að ástæðan fyrir birtingu leyniskjalanna væri að varpa ljósi á framferði eins mesta einræðisríkis heims sem einkennist af leyndarhyggju, ofríki og ógn.
„Sáda-skjölin varpa ljósi á einveldi sem er í vaxandi mæli mistækt og hjúpað leynd. Það hefur ekki aðeins fagnað sinni hundruðustu afhöfðun á þessu ári, heldur er það auk þess orðið ógnvaldur gagnvart nágrönnum sínum og sjálfu sér,“ sagði Assange í fréttatilkynningu vegna birtinga skjalanna.
Í skjölunum kemur fram á margvíslegan hátt hvernig konungdæmið notar olíuauð sinn til þess að hafa áhrif á atburði og umræðu í Miðausturlöndum, Afríku og víðar. Ísland kemur einnig fyrir í skjölunum.
Athugasemdir