Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband

Sádi-ar­ab­ísk leyniskjöl greina frá sam­skipt­um for­seta Ís­lands og sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti er sagð­ur hafa hrós­að Sádi-Ar­ab­íu og far­ið fram á nán­ara sam­band þjóð­anna. Síð­ar til­kynnti sendi­herra um millj­ón doll­ara fram­lag til bygg­ing­ar mosku eft­ir fund með Ólafi.

Leyniskjöl: Ólafur Ragnar hrósaði Sádi-Arabíu og vildi nánara samband
Ólafur Ragnar með sendiherra Sádí-Arabíu Á fundi forseta Íslands með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum, var tilkynnt að Sádi-Arabía myndi leggja milljón Bandaríkjadala, eða rúmlega 130 milljónir króna, í byggingu mosku í Reykjavík. Mynd: Forseti.is

Skjöl frá sendiráði Sádi-Arabíu gagnvart Íslandi, sem staðsett er í Stokkhólmi, varpa ljósi á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta með sendiherra Sádi-Arabíu, þar sem Ólafur Ragnar þrýstir á um nánara samband þjóðanna og hrósar Sádi-Arabíu, sem er eitt af tólf verstu löndum heims þegar tekið er tillit til mannréttinda og frelsis.

Wikileaks birti skjölin á föstudag. Julian Assange, talsmaður Wikileaks, sagði að ástæðan fyrir birtingu leyniskjalanna væri að varpa ljósi á framferði eins mesta einræðisríkis heims sem einkennist af leyndarhyggju, ofríki og ógn.

„Sáda-skjölin varpa ljósi á einveldi sem er í vaxandi mæli mistækt og hjúpað leynd. Það hefur ekki aðeins fagnað sinni hundruðustu afhöfðun á þessu ári, heldur er það auk þess orðið ógnvaldur gagnvart nágrönnum sínum og sjálfu sér,“ sagði Assange í fréttatilkynningu vegna birtinga skjalanna.

Í skjölunum kemur fram á margvíslegan hátt hvernig konungdæmið notar olíuauð sinn til þess að hafa áhrif á atburði og umræðu í Miðausturlöndum, Afríku og víðar. Ísland kemur einnig fyrir í skjölunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár