Ásdís Halla Bragadóttir, Ásta Þórarinsdóttir og tólf lífeyrissjóðir keyptu fasteignina að Ármúla 9, gamla Hótel Íslands, fyrir rúmlega 830 milljónir króna í árslok 2013 en seldu húsið til fasteignafélags í eigu lífeyrissjóða, Reita, fyrir upphæð sem gæti numið um þremur milljörðum króna nú í vor. Þetta má lesa í ársreikningi seljanda hússins, AB 1000 ehf. og skráningarlýsingu Reita frá því nú í mars. Ásdís Halla, Ásta og lífeyrissjóðirnir tólf eiga saman fjárfestingarfélagið Evu Consortium, en dótturfélag þess keypti og seldi húsið. Fasteignafélagið Reitir er einnig að hluta til í eigu lífeyrissjóðanna.
Í sama mánuði, mars síðastliðkeypti Ásdís Halla sér hús á Laufaásveginum fyrir 250 milljónir króna. Tölurnar sem fyrir liggja um kaup- og söluverðmæti hússins að Ármúla 9 benda til þess að Ásdís Halla og viðskiptafélagar hafa hagnast vel á sölunni á húsinu.
Athugasemdir