Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn, sem voru fjarlægðar af lögreglu og sendar úr landi í síðasta mánuði, eru komnar aftur til landsins í kjölfar þess að fjölmargir lýstu andstöðu sinni við brottvikninguna.
Flugvél með fjölskyldurnar innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir kvöldmat.
„Það eru engin orð sem lýsa þessu. Þetta er eins og draumur sem eg vakna ekki upp af,“ segir Xhulia Pepaj, móðir hins langveika Kevins. Mynd Stundarinnar af Kevin, þar sem hann stóð með tuskudýrið sitt í útidyrunum og beið lögreglu, var áberandi á samfélagsmiðlum í kjölfar brottflutningsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Okkur langar bara að þakka ykkur öllum. Íslensku þjóðinni,“ segir móðir hans.
Athugasemdir