Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Katrín með langmestan stuðning sem forseti: Vill áherslu á umhverfi og mannréttindi

Könn­un Stund­ar­inn­ar leið­ir í ljós að Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur lang­mest fylgi í embætti for­seta Ís­lands. Katrín vill að for­seti leggi áherslu á um­hverf­is­vernd, mann­rétt­indi, menn­ingu og lýð­ræði.

Katrín með langmestan stuðning sem forseti: Vill áherslu á umhverfi og mannréttindi
Katrín Jakobsdóttir Nýtur mikils stuðnings í embætti forseta Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir mælist með langmestan stuðning í embætti forseta Íslands í umfangsmikilli skoðanakönnun Stundarinnar, sem framkvæmd var af MMR.

Forsíða Stundarinnar
Forsíða Stundarinnar Nýtt tölublað Stundarinnar kom út í dag. Í blaðinu er viðtal við Katrínu Jakobsdóttur og ítarleg umfjöllun um forsetakosningarnar.

37,5% svarenda sögðust telja að Katrín kæmi til greina sem næsti forseti Íslands. Þá sögðust 23% svarenda vera líklegastir til að kjósa hana. Katrín segir frá sýn sinni á forsetaembættið í viðtali við Stundina sem kemur út í prentútgáfu í dag. Þar kemur fram að hún telur að forseti eigi að leggja áherslu á umhverfisvernd, mannréttindi, menningu og lýðræði.
Katrín hafði ekki ætlað sér að fara í forsetaframboð, en nú hefur staðan breyst. „Núna velti ég þessu fyrir mér af því að ég hef verið að fá áskoranir,“ segir hún.

Aðrir sem mælast með mikinn stuðning eru Davíð Oddsson, Stefán Jón Hafstein, Salvör Nordal, Ólafur Jóhann Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Andri Snær Magnason, öll með 7-8% stuðning þegar spurt var hvaða einn aðila aðspurðir myndu líklegast kjósa sem forseta.
Í umfangsmikilli umfjöllun Stundarinnar um 27 möguleg forsetaefni kemur meðal annars fram að 23% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja Davíð Oddsson sem forseta.

Könnun stóð yfir dagana 23. febrúar til 1. mars. Yfir 900 manns tóku þátt í könnuninni. Spurningarnar voru tvær:

1. „Hverjir af eftirtöldum einstaklingum koma að þínu mati til greina sem næsti forseti Íslands?“

2. „Hvern eftirfarandi einstaklinga værir þú líklegust/líklegastur til að kjósa í forsetakosningum?“

Umfjöllun Stundarinnar um forsetakosningarnar má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár