Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Katrín með langmestan stuðning sem forseti: Vill áherslu á umhverfi og mannréttindi

Könn­un Stund­ar­inn­ar leið­ir í ljós að Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur lang­mest fylgi í embætti for­seta Ís­lands. Katrín vill að for­seti leggi áherslu á um­hverf­is­vernd, mann­rétt­indi, menn­ingu og lýð­ræði.

Katrín með langmestan stuðning sem forseti: Vill áherslu á umhverfi og mannréttindi
Katrín Jakobsdóttir Nýtur mikils stuðnings í embætti forseta Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir mælist með langmestan stuðning í embætti forseta Íslands í umfangsmikilli skoðanakönnun Stundarinnar, sem framkvæmd var af MMR.

Forsíða Stundarinnar
Forsíða Stundarinnar Nýtt tölublað Stundarinnar kom út í dag. Í blaðinu er viðtal við Katrínu Jakobsdóttur og ítarleg umfjöllun um forsetakosningarnar.

37,5% svarenda sögðust telja að Katrín kæmi til greina sem næsti forseti Íslands. Þá sögðust 23% svarenda vera líklegastir til að kjósa hana. Katrín segir frá sýn sinni á forsetaembættið í viðtali við Stundina sem kemur út í prentútgáfu í dag. Þar kemur fram að hún telur að forseti eigi að leggja áherslu á umhverfisvernd, mannréttindi, menningu og lýðræði.
Katrín hafði ekki ætlað sér að fara í forsetaframboð, en nú hefur staðan breyst. „Núna velti ég þessu fyrir mér af því að ég hef verið að fá áskoranir,“ segir hún.

Aðrir sem mælast með mikinn stuðning eru Davíð Oddsson, Stefán Jón Hafstein, Salvör Nordal, Ólafur Jóhann Ólafsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Andri Snær Magnason, öll með 7-8% stuðning þegar spurt var hvaða einn aðila aðspurðir myndu líklegast kjósa sem forseta.
Í umfangsmikilli umfjöllun Stundarinnar um 27 möguleg forsetaefni kemur meðal annars fram að 23% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja Davíð Oddsson sem forseta.

Könnun stóð yfir dagana 23. febrúar til 1. mars. Yfir 900 manns tóku þátt í könnuninni. Spurningarnar voru tvær:

1. „Hverjir af eftirtöldum einstaklingum koma að þínu mati til greina sem næsti forseti Íslands?“

2. „Hvern eftirfarandi einstaklinga værir þú líklegust/líklegastur til að kjósa í forsetakosningum?“

Umfjöllun Stundarinnar um forsetakosningarnar má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár