Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Áhorfendum boðið að taka þátt í kappræðum Stundarinnar og Reykjavík Media

Stund­in og Reykja­vík Media standa fyr­ir kapp­ræð­um með for­setafram­bjóð­end­um á þriðju­dag. Áhorf­end­ur munu geta tek­ið virk­an þátt í um­ræð­un­um.

Áhorfendum boðið að taka þátt í kappræðum Stundarinnar og Reykjavík Media

Stundin og Reykjavík Media standa fyrir kappræðum með forsetaframbjóðendum þar sem áhorfendur geta tekið virkan þátt. Kappræðurnar fara fram þriðjudaginn 21. júní klukkan átta í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Áhorfendur eru velkomnir í sal. 

Sýnt verður frá kappræðunum í beinni útsendingu á Facebook og á meðan þeim stendur verður tekið við spurningum áhorfenda í gegnum bæði Facebook og Twitter. Notast verður við myllumerkið #kosningastundin. Að auki munu áhorfendur í sal geta komið spurningum á framfæri.

Fram að kappræðunum geta áhugsamir sent inn spurningar til frambjóðenda á netfangið ritstjorn@stundin.is og með því að nota myllumerkið #kosningastundin á Facebook og Twitter. Ritstjórnir þessara miðla velja spurningar lesenda sem varpað verður fram á kappræðunum.

Öllum forsetaframbjóðendum hefur verið boðið til þátttöku og hafa langflestir þegið boðið. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að rætt verður við frambjóðendur í tveimur hlutum. Dregið verður í hópana í beinni útsendingu á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavík Media daginn fyrir kappræðurnar, mánudaginn 20. júní. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár