Stundin og Reykjavík Media standa fyrir kappræðum með forsetaframbjóðendum þar sem áhorfendur geta tekið virkan þátt. Kappræðurnar fara fram þriðjudaginn 21. júní klukkan átta í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Áhorfendur eru velkomnir í sal.
Sýnt verður frá kappræðunum í beinni útsendingu á Facebook og á meðan þeim stendur verður tekið við spurningum áhorfenda í gegnum bæði Facebook og Twitter. Notast verður við myllumerkið #kosningastundin. Að auki munu áhorfendur í sal geta komið spurningum á framfæri.
Fram að kappræðunum geta áhugsamir sent inn spurningar til frambjóðenda á netfangið ritstjorn@stundin.is og með því að nota myllumerkið #kosningastundin á Facebook og Twitter. Ritstjórnir þessara miðla velja spurningar lesenda sem varpað verður fram á kappræðunum.
Öllum forsetaframbjóðendum hefur verið boðið til þátttöku og hafa langflestir þegið boðið. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að rætt verður við frambjóðendur í tveimur hlutum. Dregið verður í hópana í beinni útsendingu á Facebook-síðum Stundarinnar og Reykjavík Media daginn fyrir kappræðurnar, mánudaginn 20. júní.
Athugasemdir