Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir ekkert skattahagræði vera af skattaskjólsfélagi Önnu og Sigmundar Davíðs

Fé­lag Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra, átti tvær kröf­ur á Lands­bank­ann og Kaupþing. Fé­lag­ið á eign­ir upp á rúm­an millj­arð. Jó­hann­es Þór Skúla­son seg­ir skatta­hag­ræði hafa ver­ið af því að nota fé­lag­ið en það sé ekki leng­ur þannig. Anna sagði frá fé­lag­inu á Face­book í gær eft­ir fyr­ir­spurn­ir um fé­lag­ið frá ein­hverj­um óþekkt­um að­il­um.

Segir ekkert skattahagræði vera af skattaskjólsfélagi Önnu og Sigmundar Davíðs
Anna Sigurlaug leitaði ekki að skattahagræði segir Jóhannes Þór Aðstoðarmaður forsætirsráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir að eiginkona hans, Anna S. Pálsdóttir, hafi ekki stofnað félag í skattaskjóli með fyrir augum að leita eftir skattahagræði.

Félag í eigu Önnu S. Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, lýsti 174 milljóna króna kröfu í bú Landsbanka Íslands í lok október 2009. Félagið heitir Wintris Inc. og steig Anna S. fram á Facebook-síðu sinni í gær og tjáði sig opinberlega um þetta félag sem heldur utan um eignir sem hún fékk frá foreldrum sínum sem fyrirframgreiddan arf. Anna sagði þá að félagið væri skráð „erlendis“ en tilgreindi ekki hvar. Arfurinn sem um ræddi nam rúmum milljarði króna en faðir Önnur Sigurlaugar er Páll Samúelsson, fyrrverandi eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi. 

Í Facebook-færslu sinni segir Anna Sigurlaug að félagið sé skráð „erlendis“ en Wintris Inc. er með heimilisfesti á Bresku Jómfrúareyjum, samkvæmt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs.  „Þetta gerist upphaflega þannig að þegar hún selur hlut sinn í fjölskyldyfyrirtækinu 2008 þá fer hún til Landsbankans og spyr þá ráða og þeir ráðleggja henni að gera þetta svona. Þau bjuggu erlendis á þessum tíma og höfðu ekki nein plön að flytja til Íslands. Eins og við vitum þá áttu bankarnir fullt af svona lagerfyrirtækjum sem þeir höfðu stofnað og þeir sögðu: Ja, hér er ágætis félag og er þettta ekki bara gott? Og þetta hefur verið svona síðan. Það sem er mikilvægt í þessu er að þrátt fyrir að þetta sé skráð þarna - og það vakna upp alls kyns gamlar minningar tengt því og líka minningar sem eru ekki svo gamlar - þá hafa allir skattar verið greiddir af þessu á Íslandi og í samræmi við íslensk lög frá byrjun árs 2008.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár