Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Keep Frozen á kvikmyndahátíðinni í Varsjá

Heim­ild­ar­mynd Huldu Rósa Guðna­dótt­ur fjall­ar um reyk­vískt lönd­un­ar­gengi sem starfar við Reykja­vík­ur­höfn.

Keep Frozen á kvikmyndahátíðinni í Varsjá
Langt ferli Lista- og heimildarmyndagerðarkonan Hulda Rós hefur unnið að Keep Frozen verkefninu frá 2010. Mynd: María Rúnarsdóttir

Heimildarmynd Huldu Rós Guðnadóttur, Keep Frozen, þar sem fylgst er með íslensku löndunargengi að störfum við Reykjavíkurhöfn, er nú til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Hátíðin sem opnaði á föstudaginn er talin í röð bestu kvikmyndahátíða í heiminum eða svokallaðra A-hátíða ásamt Cannes og Feneyjarhátíðinni. Myndir eru valdar alls staðar að úr heiminum úr þúsundum mynda sem sendar eru inn. Hulda Rós vann myndina í samstarfi við Helgu Rakel Rafnsdóttur framleiðanda en þær unnu áður saman sem samleikstjórar heimildarmyndarinnar Kjötborg.

Á hátíðinni í ár eru fimmtán myndir sem keppa um bestu heimildarmyndina. Ein önnur mynd frá Norðurlöndum varð einnig fyrir valinu, mynd finnska leikstjórans Einari Paskkanen um föður sinn sem telur sig vera frá plánetunni Síríus. „Það er einstaklega ánægjulegt að vera að keppa þarna með Einari en við í Keep Frozen teyminu höfum fylgt Einari að í gegnum norrænu handritsþróunar leiðina og þekkjum myndina frá því áður en hún tók á sig endanlega mynd“, segir leikstjórinn Hulda Rós  um keppinaut sinn á hátíðinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Nútímalist

„Ég ákvað bara einn daginn að verða rithöfundur“
Viðtal

„Ég ákvað bara einn dag­inn að verða rit­höf­und­ur“

Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið leik­andi. Hann starf­aði í ís­lenska fjár­mála­geir­an­um á ár­un­um fyr­ir hrun, var skuld­um vaf­inn og leið eins og hann væri fangi eig­in lífs. Dav­íð Rafn Kristjáns­son var að gefa út sína fyrstu skáld­sögu, Burn­ing Karma, hjá breska for­laginu Wild Pressed Books. Hann hafði ekk­ert skrif­að nema þurr­ar lög­fræði­rit­gerð­ir þeg­ar hann byrj­aði á sög­unni. Dav­íð vinn­ur nú að nýrri skáld­sögu um lista­mann en seg­ist hvorki skilja nú­tíma­list né list­ir al­mennt. Hann mál­ar mynd­ir í þeim til­gangi að skilja um­fjöll­un­ar­efn­ið bet­ur og lík­ir líf­inu við ein­lægt rann­sókn­ar­verk­efni í þágu lista­gyðj­unn­ar.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár