Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég ákvað bara einn daginn að verða rithöfundur“

Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið leik­andi. Hann starf­aði í ís­lenska fjár­mála­geir­an­um á ár­un­um fyr­ir hrun, var skuld­um vaf­inn og leið eins og hann væri fangi eig­in lífs. Dav­íð Rafn Kristjáns­son var að gefa út sína fyrstu skáld­sögu, Burn­ing Karma, hjá breska for­laginu Wild Pressed Books. Hann hafði ekk­ert skrif­að nema þurr­ar lög­fræði­rit­gerð­ir þeg­ar hann byrj­aði á sög­unni. Dav­íð vinn­ur nú að nýrri skáld­sögu um lista­mann en seg­ist hvorki skilja nú­tíma­list né list­ir al­mennt. Hann mál­ar mynd­ir í þeim til­gangi að skilja um­fjöll­un­ar­efn­ið bet­ur og lík­ir líf­inu við ein­lægt rann­sókn­ar­verk­efni í þágu lista­gyðj­unn­ar.

Davíð Rafn Kristjánsson er 34 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en fluttist á unglingsárunum til borgar óttans hvar hann hóf nám, fyrst í Kvennaskólanum í Reykjavík og síðar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann var rótlaus og leitandi í barnæsku og átti erfitt með að finna sína hillu í lífinu þegar leið á fullorðinsár. Davíð nam lögfræði við Háskólann á Akureyri en fannst hann aldrei vera á réttum stað. Þegar honum bauðst svo árið 2006 að fara í skiptinám til Danmerkur eða Kína var hann ekki lengi að velja hið síðarnefnda. Segja má að þessi ákvörðun hafi verið upphafið að löngu og ströngu ferðalagi sem skilaði Davíð á þann stað sem hann er á í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Andleg málefni

Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
ÚttektAndleg málefni

Aya­huasca-at­hafn­ir æ vin­sælli á Ís­landi: „Þetta brýt­ur á þér heil­ann“

Stund­in ræddi við fólk sem sótt hef­ur at­hafn­ir á Ís­landi þar sem hug­víkk­andi efn­is frá Suð­ur-Am­er­íku er neytt. Tug­ir manns koma sam­an und­ir hand­leiðslu er­lends „sham­an“ sem leið­ir þau í gegn­um reynsl­una sem er lík­am­lega og and­lega krefj­andi. Við­mæl­end­ur lýsa upp­lif­un­inni sem dauða og end­ur­fæð­ingu sem gjör­breyti raun­veru­leik­an­um, en var­að er við því að þau geti ver­ið hættu­leg.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár