Íslenskt vélhjólagengi keyrir nú undir merkjum Bad Breed MC en klúbburinn er yfirlýstur stuðningsaðili hinna alræmdu glæpasamtaka Bandidos. Bad Breed MC á rætur sínar að rekja til Stokkhólms í Svíþjóð en saga klúbbsins er ekki löng þar sem hann var stofnaður fyrir aðeins rúmum tveimur árum eða sumarið 2014.
Vélhjólamennirnir íslensku eru með aðstöðu í Garðabæ sem ætti ekki að fara framhjá neinum sem þar ekur hjá. Hauskúpur og filmur í gluggum með útskornum eldtungum eru meðal þess sem ljósmyndari Stundarinnar kom auga á þegar hann leit þar við í vikunni.
Komnir í Bandidos-fjölskylduna
Samkvæmt heimildum Stundarinnar var íslenski klúbburinn stofnaður í sumar og hafa hlutirnir þróast nokkuð hratt síðan þá en þetta er fyrsti Bad Breed MC-klúbburinn sem stofnaður er utan Svíþjóðar.
Athugasemdir