Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr vélhjólaklúbbur í Garðabæ með tengsl við Bandidos

Eitt af al­ræmd­ustu vél­hjóla­gengj­um í heimi er kom­ið með sterka teng­ingu við Ís­land í gegn­um ís­lenska stuðn­ings­klúbb­inn Bad Breed MC sem hef­ur að­set­ur í Garða­bæ. Ekki er langt síð­an að Út­lend­inga­stofn­un vís­aði með­lim­um Bandidos úr landi með skír­skot­un til alls­herj­ar­reglu og al­manna­ör­ygg­is.

Nýr vélhjólaklúbbur í Garðabæ með tengsl við Bandidos
Bad Breed MC í Garðabæ Íslenski klúbburinn var stofnaður í sumar og hefur sterk tengsl við eitt af alræmdustu glæpasamtökum í heimi.

Íslenskt vélhjólagengi keyrir nú undir merkjum Bad Breed MC en klúbburinn er yfirlýstur stuðningsaðili hinna alræmdu glæpasamtaka Bandidos. Bad Breed MC á rætur sínar að rekja til Stokkhólms í Svíþjóð en saga klúbbsins er ekki löng þar sem hann var stofnaður fyrir aðeins rúmum tveimur árum eða sumarið 2014.

Vélhjólamennirnir íslensku eru með aðstöðu í Garðabæ sem ætti ekki að fara framhjá neinum sem þar ekur hjá. Hauskúpur og filmur í gluggum með útskornum eldtungum eru meðal þess sem ljósmyndari Stundarinnar kom auga á þegar hann leit þar við í vikunni.

Íslenska vestið
Íslenska vestið Svona lítur íslenska vesti Bad Breed MC út en myndina birti klúbburinn á Facebook-síðu sinni. Rauði og guli liturinn er áberandi en það eru einkennislitir Bandidos.

Komnir í Bandidos-fjölskylduna

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var íslenski klúbburinn stofnaður í sumar og hafa hlutirnir þróast nokkuð hratt síðan þá en þetta er fyrsti Bad Breed MC-klúbburinn sem stofnaður er utan Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár