Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nýr vélhjólaklúbbur í Garðabæ með tengsl við Bandidos

Eitt af al­ræmd­ustu vél­hjóla­gengj­um í heimi er kom­ið með sterka teng­ingu við Ís­land í gegn­um ís­lenska stuðn­ings­klúbb­inn Bad Breed MC sem hef­ur að­set­ur í Garða­bæ. Ekki er langt síð­an að Út­lend­inga­stofn­un vís­aði með­lim­um Bandidos úr landi með skír­skot­un til alls­herj­ar­reglu og al­manna­ör­ygg­is.

Nýr vélhjólaklúbbur í Garðabæ með tengsl við Bandidos
Bad Breed MC í Garðabæ Íslenski klúbburinn var stofnaður í sumar og hefur sterk tengsl við eitt af alræmdustu glæpasamtökum í heimi.

Íslenskt vélhjólagengi keyrir nú undir merkjum Bad Breed MC en klúbburinn er yfirlýstur stuðningsaðili hinna alræmdu glæpasamtaka Bandidos. Bad Breed MC á rætur sínar að rekja til Stokkhólms í Svíþjóð en saga klúbbsins er ekki löng þar sem hann var stofnaður fyrir aðeins rúmum tveimur árum eða sumarið 2014.

Vélhjólamennirnir íslensku eru með aðstöðu í Garðabæ sem ætti ekki að fara framhjá neinum sem þar ekur hjá. Hauskúpur og filmur í gluggum með útskornum eldtungum eru meðal þess sem ljósmyndari Stundarinnar kom auga á þegar hann leit þar við í vikunni.

Íslenska vestið
Íslenska vestið Svona lítur íslenska vesti Bad Breed MC út en myndina birti klúbburinn á Facebook-síðu sinni. Rauði og guli liturinn er áberandi en það eru einkennislitir Bandidos.

Komnir í Bandidos-fjölskylduna

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var íslenski klúbburinn stofnaður í sumar og hafa hlutirnir þróast nokkuð hratt síðan þá en þetta er fyrsti Bad Breed MC-klúbburinn sem stofnaður er utan Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár