Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslendingar fengið „glýju í augun“ vegna teknanna sem uppboðsleiðin skilar Færeyingum

Jón Gunn­ars­son seg­ir að Ís­lend­ing­ar eigi ekki að bera sig sam­an við Fær­ey­inga hvað varð­ar sjáv­ar­út­veg, enda hafi Ís­land náð miklu meiri ár­angri á því sviði. Bjarni Bene­dikts­son seg­ir ein­hverja kunna að hafa feng­ið „glýju í aug­un“ vegna verðs­ins sem Fær­ey­ing­ar fá fyr­ir kvót­ann.

Íslendingar fengið „glýju í augun“ vegna teknanna sem uppboðsleiðin skilar Færeyingum

Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni atvinnuveganefndar Alþingis, finnst að Íslendingar eigi ekki að bera aðferðir Færeyinga við úthlutun veiðiheimilda saman við tilhögun sjávarútvegsmála á Íslandi. Þá telur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að Íslendingar hafi fengið „glýju í augun“ vegna frétta af uppboði Færeyinga á veiðiheimildum.

Þetta kom fram í umræðum um uppboðsleið í sjávarútvegi sem fram fór á Alþingi í dag að frumkvæði Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar. Sem kunnugt er hafa Færeyingar að undanförnu boðið upp um 10 prósent veiðiheimilda í tilraunaskyni og fengið margfalt hærra verð fyrir kvótann en íslenska ríkið tekur sér í formi veiðigjalda.

„Hér er vitnað til Færeyinga sem hafa ekki náð nálægt því þeim árangri í sjávarútvegi sem Íslendingar hafa náð, langt frá því. Við eigum ekki að bera okkur saman við þetta. Við eigum að horfast í augu við þær staðreyndir og reyna að móta leiðir, málefnalega, til þess að mæta þeim og ná sátt um þessi mál, ekki bregðast hlutverki okkar ítrekað,“ sagði Jón Gunnarsson í umræðunum. Hann kallaði eftir því að þingismenn hættu öllum hástemmdum yfirlýsingum og næðu „sáttum við þjóðina og hagsmunaaðila í þessu mikilvæga máli.“

Bjarni Benediktsson telur einnig að það geti komið íbúum hinna dreifðu byggða í koll að láta markaðinn ráða för. 

„Umræðan nú, eins og mig grunaði, á einhverjar rætur að rekja til nýlegrar reynslu Færeyinga af því að bjóða upp lítinn hluta veiðiheimildanna, einkum kvóta í Barentshafinu. Einhverjir kunna að hafa fengið glýju í augun vegna þess að þeir erlendu aðilar sem þar keyptu greiddu fyrir það hærra verð en veiðigjöldin hérlendis. En það þarf auðvitað að skoða málið betur en að horfa bara á útboðsverðið eitt og sér,“ sagði Bjarni og bætti við:

„Það mistókst gersamlega að finna dreifðan hóp að þessum nýju heimildum. Í ræðu málshefjanda var vakin athygli á því að einhverjir kynnu að sitja eftir með sárt ennið ef kerfinu væri ekki breytt. Nefnt var nýlegt dæmi úr Þorlákshöfn því til stuðnings. En er það ekki einmitt svo að ef allt fer á uppboð þá er enginn fyrirsjáanleiki, þá er engin vissa? Þá fyrst verður hv. þingmaður að fara til Þorlákshafnar og segja: Ja, það er nú bara þannig, kæru íbúar hér, að það var markaðurinn sem réði? Hver er þá fyrirsjáanleikinn fyrir íbúa hinna dreifðu byggða? Hann er enginn.“

Bjarni sagði að það væri göfugt markmið að tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afrakstri veiða af sjávarútvegsauðlindinni. Hins vegar teldi hann það yrði ekki gert með því að „bjóða allar heimildirnar upp“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár