Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvorki ummæli né skýringar ráðherra standast skoðun

Nefnd ráðu­neyt­is­ins hef­ur ekki feng­ið til­mæli, fyr­ir­mæli, leið­sögn eða leið­bein­ing­ar af neinu tagi vegna stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að ekki verði veitt­ar íviln­an­ir til meng­andi stór­iðju­verk­efna. Orð sem Björt Ólafs­dótt­ir lét falla á Al­þingi þann 9. fe­brú­ar eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Hvorki ummæli né skýringar ráðherra standast skoðun

Nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hefur ekki fengið tilmæli, fyrirmæli, leiðsögn eða leiðbeiningar af neinu tagi vegna stefnu ríkisstjórnarinnar um að ekki verði veittar ívilnanir til mengandi stóriðjuverkefna. Verklagi og starfsreglum nefndarinnar hefur með engum hætti verið breytt. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtali við Stundina. Þannig liggur nú enn skýrar fyrir en áður að orð sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lét falla á Alþingi þann 9. febrúar síðastliðinn áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þá standast skýringar hennar á ummælunum heldur ekki skoðun.

Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku fór ráðherrann með rangt mál þegar hún sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma að þriggja manna nefnd ráðuneytisins um veitingu ívilnana hefði fengið tilmæli um að leggja aukna áherslu á tiltekin atriði sem kveðið er á um í lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga. Orðrétt sagði Björt: „Í rammalöggjöfinni er talað um náttúru- og umhverfisvernd. Við ætlum að draga þá þætti ofar og hafa þá ofar en hina. Sú þriggja manna nefnd sem er í ráðuneytinu hefur fengið þau tilmæli.“ Þegar Stundin óskaði eftir upplýsingum um tilmælin sem Björt vísaði til kom í ljós að nefndin hefði engin slík tilmæli fengið. 

Útskýringar Bjartar standast ekki 

Björt hefur útskýrt rangfærsluna á þá leið að hún hafi ekki verið að vísa til „tilmæla“ heldur „leiðsagnar“. „Orðin „tilmæli“ og „leiðsögn“ eru í minni málnotkun mjög skyld og þegar ég ræddi þetta við Oddnýju Harðardóttur í þinginu var það sú hugsun sem ég vildi færa fram,“ sagði hún í tölvupósti til Stundarinnar. Ráðuneytið kannast þó ekki við að nefndin hafi fengið leiðsögn á borð við þá sem Björt lýsti í þingræðu sinni.

Ráðherra hefur einnig sagt að með orðum sínum um tilmæli eða leiðsögn hafi hún beinlínis verið að vísa til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og að öll ráðuneyti vinni nú eftir henni. Hins vegar liggur fyrir að orðin voru látin falla í svari við fyrirspurn sem laut að því hvernig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar yrði fylgt eftir, þ.e. til hvaða aðgerða, lagabreytinga eða stjórnvaldsaðgerða yrði gripið til í því skyni að koma stefnuyfirlýsingunni í framkvæmd. Tekið skal fram að stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna hafa ekkert lögformlegt gildi. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár