Álitsgjafi CNN komst við í beinni útsendingu þegar hann ræddi niðurstöður bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Ljóst er að úrslitin komu mörgum í opna skjöldu, þar sem allt virtist benda til þess að Hillary Clinton ætti sigurinn vísan. Þannig hefur það verið alla kosningabaráttuna, þar sem Donald Trump hefur sífellt komið á óvart, bæði hvað varðar árangur og óheflaða framgöngu gagnvart mótframbjóðanda sínum, konum og ýmsum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Hann hóf kosningabaráttuna á því að segjast ætla að reisa múr á milli landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, sem Mexíkó ætti að greiða fyrir, því þaðan kæmi fólk sem ætti við vandamál að stríða og því fylgdu eiturlyf, glæpir og þetta væru nauðgarar. Þá sagðist hann ætla að loka landamærunum, fangelsa ólöglega innflytjendur þar til þeir yrðu fluttir úr landi og banna komu múslima til landsins.
Líkti niðurstöðunum við martröð
Van Jones, álitsgjafi CNN, talaði fyrir þetta fólk þegar hann sagði: „Fólk hefur …
Athugasemdir